Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skandinavískt raunsæi, gjörningarverk og aldamótarokk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 2.-15. októ­ber.

Skandinavískt raunsæi, gjörningarverk og aldamótarokk

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns og að fjöldatakmarkanir geta átt við. 

MSEA, Holdgervlar

Hvar? Mengi
Hvenær? 16. október kl. 20.30
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

MSEA er kanadísk tónlistarkona sem hefur sest að á Íslandi og komið fram víðs vegar. Í tónverkum hennar skapar hún flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum. Á nýjustu plötu sinni, I turned into a familiar shape, gerir MSEA upp heimilisofbeldi sem hún upplifði og afleiðingar þess. Hún fer í gegnum ferli sem tengjast því að búa við ofbeldissamband, sjálfsréttlætinguna sem fylgir því og erfiðleikana sem fylgja því að komast út úr slíku sambandi og gera upp fortíðina. Þrátt fyrir þung efnistök er tónlistin einnig heilandi og full af von. Tvíeykið Holdgervlar hita upp, en nýjasta tónlistarmyndband MSEA, „Winter bodies“, verður einnig frumsýnt.

Föstudagspartísýning: Charlie’s Angels

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Charlie’s Angels-kvikmyndin frá árinu 2000 andaði fersku lofti í seríu sem hafði legið í dvala í næstum tvo áratugi. Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu njóta sín sem englarnir þrír, hörkukvendi og eðalnjósnarar sem eru ítrekað vanmetin í karllægu samfélagi. Myndin er stútfull af hasaratriðum og gríni.

Tréð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 3. október kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Tréð er einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab. Alex missir fjölskyldu sína í jarðskjálfta en nær að bjarga sítrónutré þess. Hann leggur í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.

Í leit að töfrum

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 3. október kl. 12–17.30
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson fékk til liðs við sig hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara til þess að skapa í samstarfi fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillagnanna frá 2011.

Vestur í bláinn – lokafögnuður

Hvar? Iðnó
Hvenær? 3. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Vestur í bláinn er fjölþætt tón­list­ar- og mynd­list­ar­verkefni um innflytjendur á Íslandi. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar og margvíslegar raddir, ólík tungumál og ólíkar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna. Á þessu lokahófi verður tónlist verkefnisins flutt af hópi listamanna.

Útlendingurinn

Hvar? Borgarbíó
Hvenær? 2., 3., 4., 7., 8., 9., & 10. október
Aðgangseyrir: 6.950 kr.

Leiksýningin Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks.

Jeff who?, SKE

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 10. október kl. 20.00
Aðgangeyrir: 2.500 kr.

Rokkararnir í Jeff Who? gerðu garðinn frægan með plötunni Death Before Disco. Sveitin hefur legið í dvala síðasta áratug, en nú, fimmtán árum síðar, koma þeir aftur saman til að fagna útgáfu frumraunar sinnar. Búast má við öllum slögurunum og háværu la-la-i frá áhorfendum. Þeim til stuðnings hitar SKE upp.

Sunnefa

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 10., 18. & 24. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Sunnefa er kvennatvíleikur þar sem kafað er ofan í magnaða sögu Sunnefu Jónsdóttur, ungrar konu sem var tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Hún var ásökuð um að eignast börn með bróður sínum en í réttarhöldunum hélt hún því fram að raunverulegur faðir barnanna væri sýslumaðurinn sem sótti hana til saka.

Nánd í þremur þáttum

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 12.–18. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Gígju Jónsdóttur samanstendur af gjörningum og innsetningum sem spretta upp á Hlemmi, Kringlunni, Granda og Mjódd. Verkið kannar mörkin milli almanna- og einkarýmis, tabúa og tilfinninga og fagnar hinni sammannlegu þörf fyrir nánd á fordæmalausum tímum. Hinn 18. október kl. 15.00 fer síðan fram þátttökugjörningur á Arnarhóli.

Höfundakvöld

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 14. október kl. 19.30
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur eiga ýmislegt sameiginlegt og því hefur Norræna húsið boðið þeim í spjall þar sem þær munu ræða verk sín, kyn og sjálfsmynd. Verk Hanne eru hrá, laus við væmni og gerast í núinu, á meðan að Kristín skrifar um þrána eftir ást og skilningi, baráttunni á móti einangrun, einmanaleika, misnotkun, ofbeldi og skelfingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár