
Hann var ekki nema 1,60, jafnvel þegar hann sperrti sig eins og hann gat. Það þótti ekki mikið fyrir mann sem ætlaði sér frama í herliði. Og hann var allur svona heldur rindilslegur. Það var því svolítið vandræðalegt þegar hann stóð nú andspænis hinum nýju liðsmönnum sínum, sem allir voru miklu stærri og stæðilegri en hann. Því byrsti hann sig eftir bestu getu þegar hann skipaði þeim að raða sér upp og heilsa að hermannasið.
Rödd Francisco Franco var reyndar ekki sérlega djúp svo hann hafði strax áhyggjur af því að skipanir hans hljómuðu í eyrum þessa hóps eins og gelt í kjölturakka, en hann beit á jaxlinn og sá sér til léttis að allir hlýddu honum undireins.
Franco hafði líka sannarlega unnið fyrir því að honum væri hlýtt. Hann hafði áreiðanlega lent í fleiri bardögum og verið særður dýpri sárum en þeir sem nú stóðu frammi fyrir honum í …
Athugasemdir