Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda

Í grein um hæl­is­leit­end­ur seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, að stjórn­mál­in hlaup­ist und­an „merkj­um rétt­ar­rík­is­ins af ótta við há­vær­an minni­hluta.“ Hann vill aug­lýsa „strangt regl­ur­verk“ og var­ar við þús­und­um um­sókna um vernd á fá­ein­um vik­um.

Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda
Birgir Þórarinsson Þingmaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu í málefnum hælisleitenda. Mynd: Miðflokkurinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn, sem farið hefur með málefni hælisleitenda um árabil, „hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta“. Hann segir þúsundir hælisleitenda geta komið til landsins á nokkrum vikum ef ekki er auglýst „strangt regluverk“ Íslands á netmiðlum.

Birgir skrifar grein um málaflokkinn í Morgunblaðið í dag. Segir hann að norsk og dönsk stjórnvöld hafi birt auglýsingar á netmiðlum um að reglur um alþjóðlega vernd hafi verið hertar til að draga úr tilefnislausum umsóknum. „Fyrir fáeinum árum komu 6.000 hælisleitendur að landamærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum,“ skrifar hann. „Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum?“

Umsóknir um alþjóð­­lega vernd voru 867 á síð­­asta ári, sam­­kvæmt Útlend­inga­­stofn­un, og fjölgaði lítillega milli ára. 433 umsóknir um vernd hér­lendis höfðu borist frá byrjun árs 2020 út ágúst.

Birgir segir brýnt að einfalda og hraða málsmeðferð umsókna og að frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þess efnis hafi ekki náð fram að ganga í vor vegna ósættis í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki og Vinstri grænum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil,“ skrifar hann. „Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum.“

„Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta“

Birgir segir þögn ríkja um óbeinan kostnað við hælisleitendur. „Koma ber í veg fyrir að móttökukerfi hælisleitenda sé misnotað með röngum upplýsingum og tilhæfulausum umsóknum,“ skrifar hann að lokum. „Ísland hefur ekki farið að fordæmi Dana og Norðmanna og auglýst strangt regluverk í útlendingamálum vegna þess að á Íslandi eru útlendingamálin í ólestri m.a. vegna stefnuleysis, ófullnægjandi stjórnsýslu og lagaþrætna á kostnað skattgreiðenda. Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta.“

Ásmundur gagnrýndi komu hælisleitenda

Grein Birgis birtist í framhaldi af umfjöllun um málefni egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fékk dval­­ar­­leyfi á grund­velli mann­úð­­ar­­sjón­­ar­miða eftir að hafa farið í felur þegar vísa átti henni úr landi. Féllst kærunefnd útlendingamála á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku.

Þá tilkynntu stjórnvöld nýverið að tekið yrði á móti 15 manns úr flóttamannabúðum á Lesbos í Grikklandi með áherslu á sýrlenskar fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Fólkið bætist í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin tekur á móti í dag og er heildarfjöldinn 100 manns langfjölmennasta móttaka svokallaðs kvótaflóttafólks á einu ári til Íslands.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti athygli á föstudag þegar hann gagnrýndi komu hælisleitenda í færslu á Facebook. „Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur,“ skrifaði þingmaðurinn. „Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi. Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sóttkví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi. Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna.“

„Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna“

Hlaut Ásmundur nokkra gagnrýni í athugasemdum við færsluna, en einnig stuðning frá öðrum. Bætti hann við athugasemd og sagði „góða fólkið“ gagnrýna sig persónulega. „Þá er það hópurinn sem kallar mig aumingja, hyski eða auðnuleysingja stór hluti af þeim sem hafa ekkert annað fram að færa í umræðunni en að fara í manninn ekki boltann,“ skrifaði Ásmundur. „Það er auðvitað eina sem þau geta þegar sannleikurinn blasir við. Er það nokkuð skrítið að fólk hristi höfuðið yfir þessari umræðu. Hún er sett fram til að fæla fólk frá því að taka þátt í málefnalegri umræðu. Þess vegna hringja margir til mín eða senda mér persónuleg skilaboð því þeir vilja hvorki fá þennan óþverra yfir sig eða fjölskyldur sínar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár