Háskólaprófessor segir starfsmenn Samherja lagða í einelti

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son seg­ir fréttaum­fjöll­un um starfs­menn Sam­herja ógeð­fellda og ákall­ar Blaða­manna­fé­lag­ið. Um­rædd um­fjöll­un er um störf ráð­gjafa Sam­herja fyr­ir fyr­ir­tæk­ið, með­al ann­ars vinnu við kær­ur á hend­ur starfs­mönn­um RÚV fyr­ir að tjá sig á eig­in sam­fé­lags­miðl­um.

Háskólaprófessor segir starfsmenn Samherja lagða í einelti
Segir um einelti að ræða Hannes Hólmsteinn kallar fréttaumfjöllun um störf starfsmanna Samherja einelti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir menn sem hafi tekið að sér verkefni fyrir Samherja lagða í einelti í fjölmiðlum. Hann ákallar Blaðamannafélagið og segir um ógeðfellda hegðun að ræða.

Þessa afstöðu setur Hannes fram í Facebook-færslu og birtir máli sínu til stuðnings hlekk á frétt Stundarinnar. Sú frétt fjallar um að fyrrverandi blaðamaðurinn og núverandi lögmaðurinn og almannatengillinn Þorbjörn Þórðarsson hafi tekið saman gögn fyrir Samherja til rökstuðnings með kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Þeirri kæru beindi sjávarútvegsfyrirtækið til siðanefndar RÚV vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á þeirra eigin samfélagsmiðlum. Samherji sakar starfsmenninga um samantekin ráð og ítrekuð brot á siðareglum RÚV.

Hefur áður komið Samherja til varnar

Hannes segir Þorbjörn eitt fórnarlamb þessa meinta eineltis og Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann og nú ráðgjafa Samherja, annað. „Þetta er ákaflega ógeðfellt,“ skrifar Hannes en útskýrir ekki frekar í hverju eineltið felst.

Stundin og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um að Þorbjörn hafi unnið fyrir Samherja í kjölfar umfjöllunar um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Þannig hafi hann komið að gerð myndbands Samherja þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði falsað gögn sem leitt hefðu til húsleitar Seðlabankans hjá Samherja vegna gruns um brot fyrirtækisins á gjaldeyrislögum.

„Mér finnst þessi hatursherferð gegn Þorsteini Má afar ógeðfelld“

Um Jón Óttar hefur ítrekað verið fjallað enda hann starfsmaður Samherja í Namibíu á meðan að á mútugreiðslum fyrirtækisins til namibískra ráðamanna stóð. Þá hefur einnig verið fjallað um að Jón Óttar hafi meðal annars áreitt Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara í Samherjamálinu í Namibíu, og einnig Helga Seljan, fréttamann RÚV.

Hannes hefur áður komið Samherjamönnum til varnar. Þannig sagði hann í Facebook-færslu í nóvember í fyrra, eftir að uppljóstrað var um umfangsmiklar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, væri skapandi dugnaðarforkur. „Mér finnst þessi hatursherferð gegn Þorsteini Má afar ógeðfelld,“ skrifaði Hannes þá. Hannes hefur við fleiri tækifæri tekið upp hanskann fyrir útgerðarfyrirtækið.

 Fyrirvari: Í fréttinni er fjallað um málefni tengd Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu