Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun

Hjálp­ar­sam­tök­in Solar­is hafa sent áskor­un til Um­boðs­manns Al­þing­is, Um­boðs­manns barna og Per­sónu­vernd­ar um að taka miðl­un Út­lend­inga­stofn­un­ar á per­sónu­upp­lýs­ing­um Khedr-fjöl­skyld­unn­ar til at­hug­un­ar.

Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun
Frá mótmælum Hópur fólks mótmælti meðferðinni á Khedr-fjölskyldunni síðastliðinn þriðjudag.

Hjálparsamtökin Solaris gera alvarlegar athugsemdir við miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum um fjölskyldumeðlimi Khedr-fjölskyldunnar egypsku. Til stóð að flytja fjölskyldunar nauðuga úr landi 16. september síðastliðinn en það tókst ekkki. Fer fjölskyldan nú huldu höfði en lögregla leitar hennar.

Síðustu daga hefur Útlendingastofnun miðlað ýmsum persónuupplýsingum um fjölskyldumeðlimi, þar á meðal upplýsingum úr viðtölum við fjölskyldumeðlimi við meðferð umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þannig var fjallað um viðkvæm persónuleg málefni í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar 22. september síðastliðinn, í tengslum við mögulegar kynfæralimlestingar í Egyptalandi.

„Sú ákvörðun stofnunarinnar að opinbera upplýsingar um þessa einstaklinga virðist þjóna þeim tilgangi einum að hafa áhrif á almenningsálit í máli þeirra“ 

Þá hafi verið settar fram upplýsingar um gildistíma persónuskilríkja fjölskyldumeðlima og samskipti er vörðuðu framlengingu þeirra af hálfu starfsmanna Útlendingastofnunar.

Telja að um gróf brot á persónuvernd sé að ræða

Solaris telja með þessari framgöngu hafi Útlendingastofnun brotið gegn ákvæðum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulögum og ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Það hafi Útlendingastofnun og einstakir starfsmenn gert með því að hafa ekki haldið þagnarskyldu og miðlað viðkvæmum persónuupplýsingum um málsmeðferð, málsástæður og persónuleg málefni fjölskyldumeðlima.

„Sú ákvörðun stofnunarinnar að opinbera upplýsingar um þessa einstaklinga virðist þjóna þeim tilgangi einum að hafa áhrif á almenningsálit í máli þeirra. Verður þetta að teljast sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða einstaklinga í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ung börn, en persónuupplýsingar barna njóta sérstaklega ríkrar verndar,“ segir í tilkynningu Solaris, sem Sema Erla Serdar, formaður stjórnar ritar undir.

Samtökin hafa því sent áskorun til Persónuverndar, Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna um að taka málið til frumkvæðisathugunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár