Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun

Hjálp­ar­sam­tök­in Solar­is hafa sent áskor­un til Um­boðs­manns Al­þing­is, Um­boðs­manns barna og Per­sónu­vernd­ar um að taka miðl­un Út­lend­inga­stofn­un­ar á per­sónu­upp­lýs­ing­um Khedr-fjöl­skyld­unn­ar til at­hug­un­ar.

Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun
Frá mótmælum Hópur fólks mótmælti meðferðinni á Khedr-fjölskyldunni síðastliðinn þriðjudag.

Hjálparsamtökin Solaris gera alvarlegar athugsemdir við miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum um fjölskyldumeðlimi Khedr-fjölskyldunnar egypsku. Til stóð að flytja fjölskyldunar nauðuga úr landi 16. september síðastliðinn en það tókst ekkki. Fer fjölskyldan nú huldu höfði en lögregla leitar hennar.

Síðustu daga hefur Útlendingastofnun miðlað ýmsum persónuupplýsingum um fjölskyldumeðlimi, þar á meðal upplýsingum úr viðtölum við fjölskyldumeðlimi við meðferð umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þannig var fjallað um viðkvæm persónuleg málefni í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar 22. september síðastliðinn, í tengslum við mögulegar kynfæralimlestingar í Egyptalandi.

„Sú ákvörðun stofnunarinnar að opinbera upplýsingar um þessa einstaklinga virðist þjóna þeim tilgangi einum að hafa áhrif á almenningsálit í máli þeirra“ 

Þá hafi verið settar fram upplýsingar um gildistíma persónuskilríkja fjölskyldumeðlima og samskipti er vörðuðu framlengingu þeirra af hálfu starfsmanna Útlendingastofnunar.

Telja að um gróf brot á persónuvernd sé að ræða

Solaris telja með þessari framgöngu hafi Útlendingastofnun brotið gegn ákvæðum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulögum og ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Það hafi Útlendingastofnun og einstakir starfsmenn gert með því að hafa ekki haldið þagnarskyldu og miðlað viðkvæmum persónuupplýsingum um málsmeðferð, málsástæður og persónuleg málefni fjölskyldumeðlima.

„Sú ákvörðun stofnunarinnar að opinbera upplýsingar um þessa einstaklinga virðist þjóna þeim tilgangi einum að hafa áhrif á almenningsálit í máli þeirra. Verður þetta að teljast sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða einstaklinga í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ung börn, en persónuupplýsingar barna njóta sérstaklega ríkrar verndar,“ segir í tilkynningu Solaris, sem Sema Erla Serdar, formaður stjórnar ritar undir.

Samtökin hafa því sent áskorun til Persónuverndar, Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna um að taka málið til frumkvæðisathugunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár