Þagnarskylda hvílir áfram á starfsmönnum Seðlabanka Íslands þó þeir láti af störfum í bankanum. Sú skylda felur meðal annars í sér að þeir veiti ekki upplýsingar til annarra um vitneskju sem þeir hafa fengið í starfi sínu í bankanum.
Þetta kemur fram í svari frá Seðlabanka Íslands við spurningum Stundarinnar um mál Hreiðars Eiríkssonar, fyrrverandi forstöðumann rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem Stundin hefur heimildir fyrir að hafi starfað fyrir ráðgjafa Samherja eftir að hann lét af störfum í bankanum, af óþekktum ástæðum, árið 2013. Hreiðar var sem sagt sá starfsmaður Seðlabanka sem stýrði deildinni sem sá um rannsóknina á Samherja.
Athugasemdir