Seðlabankamálið svokallaða, rannsókn bankans á útgerðarfélaginu Samherja, er umfangsmeiri en Samherji vill vera láta og nær rannsókn þess lengra aftur í tímann en til umfjöllunar Kastljóssins á RÚV um málið. Þetta má lesa í þeim gögnum sem fyrir liggja um málið.
Í viðtali á þættinum Sprengisandi sunnudaginn 16. ágúst sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti eigandi Samherja, að heimildir um að Seðlabanki Íslands hafi hafið rannsókn á Samherja fyrir febrúar 2012 séu „eftiráskýringar“ og að sannleikurinn sé sá að Ríkisútvarpið og Seðlabanki Íslands hafi í sameiningu ráðist að félaginu með skipulögðum hætti.
Þorsteini Má er einnig mikið í mun að stilla málinu upp þannig að það hafi bara snúist um lítið magn af viðskiptum með karfa innan samstæðu Samherja. „Þetta er algjör meðafli sem fæst í mörgum hollum og verið að flytja þennan afla á milli kara og svoleiðis. Þetta er ekki neitt sem skiptir máli. Ætla menn virkilega …
Athugasemdir