
Dsersinkí var auðvitað löngu búinn að jafna sig. Auðvitað. Það var í nýárspartíinu í Kreml 1. janúar 1920 sem hann hafði gengið af göflunum. Hann varð dauðadrukkinn, hann sem nánast aldrei snerti áfengi, alltof strangur við sjálfan sig til að láta slíkt eftir sér.
En í það eina sinn missti hann tökin.
Ofurölvi slangraði Felix Dsersinskí, yfirmaður leyniþjónustunnar, milli félaga sinna í æðstu stjórn kommúnistaflokksins Rússlands og nú æðstu manna ríkisins. Þeir voru þarna allir, Lenín, Trotskí, Sinovév, Kamenév, Lúnatjarskí, Rýkov, Stalín. Og Dsersinkí sturtaði í sig úr hverju staupinu á fætur öðru og heimtaði, já, beinlínis grátbað þá um að taka hann að lífi.
„Trotskí, vinur minn, viltu taka upp byssuna þína og skjóta mig? Lenín, gerðu það, fyrirskipaðu að ég verði skotinn á færi! Ég á ekki skilið að lifa! Enginn á skilið að lifa sem hefur unnið þau viðbjóðslegu grimmdarverk sem ég hef gert. Kamenév, við erum …
Athugasemdir