Ungt par sem flutti til Íslands áður en COVID-19 faraldurinn skall á hefur flúið húsnæði, sem þau kalla óíbúðarhæft, á Suðurlandi. Þeim bauðst vinna í afskekktu gróðurhúsi tugi kílómetra frá næstu byggð, en því boði fylgdi herbergi í gömlu húsi við hlið gróðurhússins.
Í gróðurhúsinu er ræktað grænmeti sem er meðal annars til sölu í Hagkaup og Bónus. Parið, sem nú er komið á höfuðborgarsvæðið, segist hafa ætlað að þegja þunnu hljóði, en eftir mannskæða brunann á Bræðraborgarstíg 1 í júní hafi þau litið á það sem skyldu sína að segja frá reynslu sinni.
Parið vildi ekki stefna öðru starfsfólki gróðurhússins í hættu með því að koma fram undir nafni og verður því kallað Askur og Embla. Þau segja að eigandinn hafi átt við „góðhjartaða útlendingaandúð“ að stríða, en auk þess að bjóða upp á slæman húsakost varð hann uppvís um kjarasamningsbrot.
Rakaskemmdir og myglulykt
Parið er frá Evrópu og …
Athugasemdir