Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju hefur höfðað mál gegn aðstandendum Múlavirkjunar á Snæfellsnesi til að fá úr því skorið hvort kirkjan sé löglegur eigandi að landinu sem virkjunin og miðlunarlón hennar eru á. Verði fallist á kröfur kirkjunnar gæti það haft fjárhagslegar afleiðingar fyrir fyrirtæki sem stefnir á byggingu vatns- og vindorkuvirkjana víða um land.
Félagið Arctic Hydro á helmingshlut í Múlavirkjun á móti Eggerti Kjartanssyni, bónda á Hofsstöðum. Arctic Hydro er með fjölda virkjana um land allt í vinnslu sem flestar teljast til smávirkjana og þurfa því öllu jöfnu ekki að fara í umhverfismat. Félagið er í fjórðungseigu franska olíurisans Total, að því er virðist, en aðrir eigendur eru Benedikt Einarsson athafnamaður, sem er af Engeyjarættinni svokölluðu, og margir þeirra aðila sem voru lykilmenn hjá fasteignafélaginu GAMMA. Stefnir félagið einnig að því að reisa vindorkugarða á Íslandi.
Magndís Alexandersdóttir, gjaldkeri sóknarnefndarinnar, …
Athugasemdir