Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
Brann um miðjan dag Þann 25. júní brann Bræðraborgarstígur 1 til kaldra kola. 73 voru skráðir með lögheimili, en á annan tug af erlendu verkafólki bjó þar. Þrír létust í eldsvoðanum og tveir særðust alvarlega. Mynd: Davíð Þór

Framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur staðfestir við Stundina að aðeins íbúar eða umráðamenn geti óskað eftir skoðun og áhættumati á heimili sínu. Aðvörun nágranna fyrir ári um brunahættu Bræðraborgarstígs 1 sem var meðal annars send á byggingarfulltrúa Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leiddi því ekki til úttektar á hættuástandi. Húsið brann til kaldra kola í júní síðastliðinn og þrír létu lífið.

30. apríl 2019 hringdi Birgir Þröstur Jóhannsson í Heilbrigðiseftirlitið og lýsti áhyggjum sínum af ástandi hússins, en Birgir er arkitekt og hefur mikla reynslu af því að endurgera gömul hús. Hann býr beint á móti Bræðraborgarstíg 1.

Í samtali við Stundina segir hann að honum hafi verið mætt af skilningsleysi. „Sá sem ég talaði við sagði: „Við getum ekki gert neitt nema íbúarnir í húsinu kvarta.“ Sum sé það eru bara þeir sem eru sjálfir í hættu sem geta kvartað og varað við henni. Ég sagði að þeir gætu ekki kvartað því þá myndu þeir missa húsnæðið sitt. Ég bætti við að það væru ekki bara íbúarnir sem væru í hættu heldur líka nágrannarnir. Ég bý þarna við hliðina á, en það var gefið í skyn að ég væri að ýkja hættuna sem okkur stafaði af ástandi hússins.“

Sama dag sendi Birgir því byggingarfulltrúa Reykjavíkur tölvupóst þar sem hann benti á það sem hann taldi vera skýr hættumerki. Stöð 2 fjallaði fyrst um umræddan tölvupóst. Birgir segir að vegna þeirra skilaboða frá Heilbrigðiseftirlitinu að aðeins íbúar gætu kvartað yfir eigin húsnæði hafi hann sett fókus á hættuna sem honum og nágrönnum hússins stæðu af ástandi þess.

Í póstinum segir hann að það leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, að það sé mikill raki í veggjum þar sem rafmagn er og að burðarvirkið gæti verið alvarlega skaddað. „Ef það kviknar í húsinu þá mun það brenna hratt og trúlega falla fljótt“, skrifaði hann í tölvupóstinum. „Húsið stendur austan megin við okkar gamla timburhús, sem er aðal vindáttin og þangað sem húsið mun trúlega falla.“

„Þetta er alveg ömurlegt, og eitthvað sem fylgir fólki alla ævi“

Birgir bað byggingarfulltrúa að loka húsinu og gera úttekt á hættunni. Hann lét líka vita af hættulegu rusli sem var á lóðinni, en þar var meðal annars að finna rafgeyma og ýmsan úrgang. Pósturinn var áframsendur á Heilbrigðiseftirlitið og borgarstjóra, en Birgir segist ekki hafa fengið nein svör. Ári síðar brann húsið með áðurnefndum afleiðingum.

Birgir segir að hann og aðrir nágrannar Bræðraborgarstígs 1 séu enn í áfalli eftir eldsvoðann. „Á hverjum morgni sjáum við ekkert annað en brunarústirnar út um eldhúsgluggann. Þetta er alveg ömurlegt, og eitthvað sem fylgir fólki alla ævi. Jafnvel þó maður hafi séð að þetta var slæmt, og verið hræddur við þetta, þá datt manni aldrei í hug að fólk gæti brunnið inni um miðjan dag.“

Fylgir fólki alla æviBirgir segir að hann sjái brunarústir Bræðraborgarstígs 1 á hverjum degi, og að þessi harmleikur muni fylgja þeim sem upplifðu hann daglega.

Byggingarfulltrúi brást ekki efnislega við kvörtun

Stundin hafði samband við Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúa Reykjavíkur, til að komast að því hvað hefði gerst í kjölfar tölvupóstsins sem Birgir sendi. Nikulás segir í skriflegu svari að það hafi ekki verið brugðist sérstaklega við bréfi hans Birgis þar sem: „ábendingar sem þar koma fram eru ekki taldar heyra undir verksvið eða eftirlitshlutverk embættisins.“

Nikulás útlistar að hlutverk byggingarfulltrúa snúi að mannvirkjagerð sem sé háð byggingarleyfi og óleyfisframkvæmdum. Því hafi byggingarfulltrúi enga aðkomu að viðhaldi innanhúss í íbúðarhúsnæði, eins og minniháttar breytingum á eldvarnarveggjum eða votrými.

Nikulás útskýrir að eftirlitshlutverk byggingarfulltrúa einskorðist því við ný mannvirki og utanhúss breytingar á húsnæði. Að því sögðu nefnir hann að embættinu berist gjarnan ábendingar og kvartanir sem eru áframsendar til skilmálaeftirlits embættisins og í aðrar viðeigandi stofnanir hins opinbera. „Embættinu hafa borist 1.111 ábendingar og kvartanir frá 2015 til apríl 2020,“ segir Nikulás. „Af þeim eru 391 sem teljast til óleyfisframkvæmda, það er sem ekki hafa hlotið samþykki. Byggingarfulltrúi metur ekki íbúðarhæfi, nema í nýbyggingum og þá með öryggis- og lokaúttektum, en eigandi ber ávallt ábyrgð á ástandi eldra húss.“

Þar að auki segir Nikulás að embætti byggingarfulltrúa hafi ekki heimild til að rýma húsnæði nema þá að það hafi verið tekin í notkun án tilskyldra öryggis- og lokaúttektum við byggingu. Aðspurður hvað hafi verið gert við bréf hans Birgis svaraði Nikulás að það hafi verið áframsent á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Aðeins íbúar og húseigendur geta bent á hættu

Þegar Stundin hafði samband við Árnýju Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði hún í fyrstu að hún fyndi ekki póstinn frá Birgi í skráningarkerfi embættisins, en að símtal hans hafi verið skráð. „Þar var útskýrt fyrir honum ferill málsins, það er að HER [Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur] væri þegar búið að bregðast við kvörtunum vegna umgengni og málið í vinnslu,“ segir hún í skriflegu svari.

Rekur hún feril málsins sem hófst 9. apríl 2019 þegar Heilbrigðiseftirlitinu barst kvörtun vegna slæmrar umgengni og rusls á lóðinni að Bræðraborgarstíg 1. Heilbrigðiseftirlitið mætti næsta dag og staðfesti kvörtunina, og sendi síðan HD verk ehf., fyrirtækinu sem á meðal annars Bræðraborgarstíg 1, kröfubréf um úrbætur þann 11. apríl. 27. apríl barst embættinu síðan önnur kvörtun vegna málsins, og 30. apríl hringdi Birgir út af málinu.

Málið hélt áfram í maí og til 27. ágúst 2019, en þar bárust kvartanir. HD verk ehf. bar fyrir sig að reksturinn hefði verið seldur og því hafi réttur aðili ekki fengið kröfubréf. Á endanum var áhættuúrgangur fjarlægður og umgengni batnaði. Árný segir að eftir þetta hafi ekki borist fleiri kvörtunarbréf um umgengni á lóðinni.

Árný segir þar að auki að húseigendur geti óskað eftir ástandsskoðunum á eignum sínum. „Umráðamaður húsnæðis þarf að óska eftir skoðun á sínu íbúðarhúsnæði og heimila HER að skoða. Alltaf þegar farið er í eftirlit er gerð eftirlitsskýrsla og kröfur um úrbætur eftir því sem við á. Kröfur beinast að umráðamanni eða eiganda eftir því hvað um er að ræða enda þeir alfarið ábyrgir fyrir að halda húsnæði sínu og lóðum í lagi.“

„Það geta allir kvartað til HER en hins vegar þarf íbúi eða umráðamaður að óska eftir skoðun á heimili sínu“

Aðspurð hvort þar meini hún að aðeins íbúar og húsráðendur húss geti lagt inn kvörtun um hættumerki svaraði hún játandi. „Það geta allir kvartað til HER en hins vegar þarf íbúi eða umráðamaður að óska eftir skoðun á heimili sínu, eðli máls samkvæmt.“

Eins og hefur komið fram brást Heilbrigðiseftirlitið við kvörtunum Birgis um umgengni en ekki við öðrum hættuatriðum. Árný segir það vera utan verksviðs eftirlitsins. „Eins og áður sagði þá var málið hjá byggingarfulltrúa varðandi ástand hússins og umgengnin hjá okkur.“

Embætti benda hvort á annað

Ljóst er að Heilbrigðiseftirlitið bendir á byggingarfulltrúa og byggingarfulltrúi á Heilbrigðiseftirlitið, en ekki var tekið efnislega á kvörtunum Birgis varðandi hættuna sem íbúum og nágrönnum stóð af ástandi Bræðraborgarstíg 1 í fyrra. Húsið brann síðan 25. júní síðastliðinn þar sem þrír féllu frá. Þeir voru allir pólskir ríkisborgarar, en tveir þeirra voru félagsmenn Eflingar og unnu láglaunastörf.

Þegar þær reglugerðir sem embættin starfa eftir eru skoðaðar má finna að hlutverk byggingarfulltrúa er skilgreint með þeim hætti sem Nikulás lýsir. Í fyrstu grein kafla 3.10 í byggingarreglugerð 112/2012 eru taldar upp aðstæður þar sem byggingarfulltrúar skulu grípa til viðeigandi aðgerða. Auk þeirra ástæðna sem Nikulás hafði talið upp stendur: „Sama gildir ef ásigkomulagi, frágangi, umhverfi eða viðhaldi húss, annars mannvirkis eða lóðar er ábótavant, af því stafar hætta eða það telst skaðlegt heilsu að mati byggingarfulltrúa eða ekki er gengið frá því samkvæmt samþykktum uppdráttum, lögum, reglugerðum og byggingarlýsingu.“

Ekki er að finna samskonar kafla í reglugerð um eftirlitshlutverk heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hélt fund þann 30. júní með slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna.

Í fréttatilkynningu frá embættinu segir að markmið rannsóknarinnar á brunanum sé „að leiða í ljós hvaða lærdóm megi draga og hvort nauðsynlegt sé að breyta regluverki en niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik.“

Lesa má bréf Birgis hér að neðan.

Kæri byggingarfulltrúi,

Við íbúar á Vesturgötu 51a teljum að við séum í hættu vegna húss við hliðina á okkur sem stendur á Bræðraborgarstig 1.

Þar lekur rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning er dottin af á parti, þakskyggni lekt og rennur brotnar. Það er greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Tel ég sem arkitekt með mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa að þarna geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvikið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kviknar í húsinu þá mun það brenna hratt og trúlega falla fljótt. Húsið stendur austanmegin við okkar gamla timburhús, sem er aðal vindáttin og þangað sem húsið mun trúlega falla. 

Húsið er einnig ólöglega nýtt. Þar er skráður leikskóli sem nú er nýttur fyrir svefnpláss ‐ vinnumannabúðir starfsmannaleigu. Þar er mikill fjöldi rúma. Dag og nótt er rennirí af alls konar fólki sem á stutt erindi. Ólætin og ruslið sem þessu fylgir er hræðilegt. 

Vinsamlegast látið þegar í stað loka húsinu fyrir ólöglegri notkun og látið gera úttekt á hættunni sem fylgt er með viðeigandi framkvæmdum á kostnað eigandans.

Mig langar einnig að nefna að ég hafði samband við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sagði þeim frá hættulega ruslinu (rafgeymar og ýmis úrgangur) sem er við götuna aðgengilegt börnum og af hættulegu heilbrigðisástandi hússins. Þar var mér sagt að heilbrigðiseftirlitið gæti ekkert gert þótt að heilbrigðisástand húss væri hættulegt íbúum og nágrönnum ef það væru ekki íbúarnir sjálfir sem kvörtuðu. Er það ekki ofar í lögum að það sé skylda að bregðast við hættu og aðstoða fólk í hættu? Þetta hús sem var mjög fallegt er friðað. Það hefur verið viljandi látið grotna niður í mörg ár og nú þarf virkilega að bregðast við. Hættan er raunveruleg.

með bestu kveðju og fyrirfram þökkum,

Birgir Þ.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár