Owen Fiene, ljósmyndari frá Chicago í Bandaríkjunum sem fluttist til Íslands eftir að hafa kynnst konunni sinni í heimsókn árið 2012, segir áhugamál sitt og starf hafa hjálpað sér að nálgast hamingjuna.
„Hamingjan er myndavél í höndunum mínum,“ segir Owen. „Að fanga og skapa augnablik sem ég get nálgast og deilt með fólki síðar. Lengi vel átti ég erfitt með að sætta mig við augnablikin sem tapast. Ég eyddi miklum tíma af æsku minni í að þrá það að deila upplifunum sem ég átti með vinum og fjölskyldu. Ég var – og er líklega enn – mjög meðvirkur. Mér leið oft eins og upplifanir mínar væru ekki heilar ef ég var einn.“
Owen segist líka oft eiga erfitt með að koma orðum að hlutunum. „Ég er ekki frábær penni og það …
Athugasemdir