Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.

Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
Fyrrum starfsfólk mótmælti Nýir eigendur hafa tekið við Messanum. Mynd: Christina Milcher

Hópur af fyrrverandi starfsfólki Messans mótmælti sölu sjávarréttarstaðarins og enduropnun hans á sjöunda tíma síðastliðinn laugardag. Eins og Stundin greindi frá í maí hefur starfsfólkið ekki fengið útborguð full laun frá því í febrúar. Það mótmælti því að nýr eigandi njóti góðs af nafni og orðstír Messans á sama tíma og starfsfólkið sem byggði upp fyrirtækið fær ekki borguð vangoldin laun sín. Fyrrverandi framkvæmdastjóri segist ekki vita hvort eða hvenær starfsfólkið muni fá borgað.

Messanum var lokað 24. mars vegna Covid-19 faraldursins, en starfsfólk hefur ekki fengið útborguð full laun frá því að staðnum var lokað. Skömmu áður en staðurinn var seldur var öllu starfsfólkinu sagt upp.

Veitingastaðurinn var opnaður að nýju þann 3. júlí, en hann er keyrður á nýrri kennitölu með nýjan eiganda sem ber því ekki fjárhagslegar skyldur til fyrrum starfsfólks. Degi síðar mætti hópur sem samanstóð af fyrrverandi starfsfólki, meðlimum róttæka verkalýðsfélagsins IWW og öðru stuðningsfólki. Það mótmælti með skiltum og dreifði bleðlum þar sem atburðarásin var rakin í stuttu máli.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar yfirgáfu viðskiptavinir veitingahúsið þegar þeir gerðu sér grein fyrir ástæðu mótmælanna og var staðnum lokað í kjölfarið.

Skipti sér ekki af stöðu fyrrverandi starfsfólks

Segist finna til með starfsfólkinuTómas Þóroddsson, nýr eigandi Messans, segir að fyrrum starfsfólkið sé í ömurlegri stöðu og að hann finni til með því. Þar sem fyrirtækið er rekið á nýrri kennitölu ber hann hins vegar engar fjárhagslegar skyldur til þeirra.

Tómas Þóroddsson, sem á og rekur Vor og Kaffi krús á Selfossi, keypti nýverið veitingastaðinn og opnaði að nýju þann 3. júlí. Í samtali við Stundina fyrir mótmælin sagði hann að Messinn hefði verið uppáhalds veitingastaður hans í borginni og því hefði hann sýnt því mikinn áhuga að kaupa hann.

Hann lýsti fundi sem hann átti með Snorra Sigfinnssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og eiganda tíu prósent hlutar. „Snorri er frá Selfossi eins og ég, og við erum báðir kokkar, þannig að við höfum alltaf þekkst í gegn um tíðina,“ sagði Tómas. „Ég hitti hann og hann sagði mér að allt væri komið í skrúfu út af Covid og þannig.“

Hann sagði að hann hefði verið búinn að ákveða að kaupa þegar fréttir bárust af vangreiðslum til starfsfólks. „Það er alveg glatað, og ég skil starfsfólkið mjög vel að vera fúlt, að búa í eymd hér á landi með engin laun.“

„Það er alveg glatað, og ég skil starfsfólkið mjög vel að vera fúlt, að búa í eymd hér á landi með engin laun“

Aðspurður hvort hann hafi spurt Baldvin Jóhann Kristinsson, eiganda 90 prósent hlutar, um afdrif starfsfólksins í söluferlinu svaraði Tómas neitandi. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef reynt að skipta mér ekki af þessu hjá Baldvini. Það er bara þannig. Ég bauð í staðinn og við ræddum það síðan fram og aftur þangað til við féllumst á söluverð.“ Tómas vildi ekki gefa upp kaupverðið.

Tómas sagðist vonast eftir því að vanskil fyrrum eigenda við starfsfólkið mundu ekki elta hann, og að hann gæti skapað nýjan orðstír byggðan á heiðarlegri framkomu og góðri þjónustu. „Það segir sig sjálft að orðstírinn getur fylgt staðnum. En ég ætla bara að vera heiðarlegur við starfsfólkið mitt og taka vel á móti kúnnum. Ég hef mjög gott orð á mér, óflekkað mannorð, þó ég segi sjálfur frá, eins og af Kaffi krús og Vor og þannig.“

„Ég hef mjög gott orð á mér, óflekkað mannorð, þó ég segi sjálfur frá“

Tómas sagðist ekki hafa haft samband við fyrrum starfsfólkið sem ræddi við Stundina og boðið því starf.

Eigandi þarf að svara fyrir vangoldin laun

Segist eiga inni launSnorri var framkvæmdastjóri 22 niðri ehf sem rak Messann, en eftir eigendaskipti heldur hann stöðu sinni sem yfirkokkur. Hann segist ekki ráða neinu um að borga vangoldin laun fyrrum starfsfólksins og segist sjálfur eiga inni laun.

Snorri, sem var áður yfirkokkur og framkvæmdastjóri 22 niðri ehf sem rak Messann áður en veitingastaðurinn og eignir þess voru seld, starfar nú sem yfirkokkur Messans. Þrátt fyrir að hafa verið tíu prósent eigandi 22 niðri ehf segist hann ekki vita hvernig standi til að ráðstafa söluverði Messans. Aðspurður hvort hann viti hvað verði um vangoldin laun starfsfólksins svaraði hann: „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Baldvin er 90 prósent eigandi og ég hef ekki einu sinni bankaheimild. Ég hef engin yfirráð yfir þessu. Það er bara eitthvað sem Baldvin þarf að svara fyrir. Ég fæ ekki neitt, og ef það yrði eitthvað borgað út þá myndi Baldvin bara taka það til sín, þar sem fyrirtækið skuldar honum svo mikið eftir síðasta árið.“

Samkvæmt ársreikningum hagnaðist 22 niðri ehf um 74,2 milljónir króna 2017, 11,3 árið 2018, en skilaði 6,7 milljóna króna tapi árið 2019. „Mig vantar líka launin mín,“ segir Snorri. „Ég hef ekki fengið þau í fimm mánuði. Ég hef reynt að ná í Baldvin en hann er hættur að svara mér. Ég fékk eitt svar í gær, en annars hef ég sent honum fullt af „meilum“ og Facebook skilaboðum og hef ekki fengið neitt svar. Þetta er bara patt staða og ég veit ekki hvað er og verður. Ég veit bara að Tommi er búinn að opna Messann aftur og fékk mig sem yfirkokk. Ég er ánægður að vera kominn með vinnu.“

Eins og hefur áður verið greint frá fékk starfsfólkið aðeins 40 prósent launa sinna útborguð 1. apríl. Starfsfólkið fékk ekki útborgaðan hlut fyrirtækisins í hlutabótaleið ríkisins og var loksins sagt upp undir lok maí eftir umfjöllun Stundarinnar. Það hefur ekki fengið uppsagnarfrest sinn útborgaðan, en það kemst ekki á atvinnuleysisbætur fyrr en uppsagnarfrestinum er lokið.

Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar og starfandi yfirmaður kjaramálasviðs, staðfestir við Stundina að einhverjar kröfur fyrrum starfsfólks Messans séu komnar til lögmanna stéttarfélagsins, en að aðrar séu enn í vinnslu. Ef ekki verður brugðist við þeim kröfum innan ákveðins tímaramma geta lögmenn Eflingar meðal annars farið fram á gjaldþrotaskipti 22 niðri ehf og gert kröfu fyrir vangoldin laun í þrotabú fyrirtækisins.

Ekki náðist í Baldvin við vinnslu þessarar fréttar. Í samtali við DV segir Tómas að hann ætli að heyra í Baldvini og spyrja hann hvað hann ætli að gera í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár