Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Föst á Íslandi og fá ekki laun

Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­fólk Mess­ans upp­lif­ir sig svik­ið af eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins. Þau lýsa erf­ið­um starfs­að­stæð­um og eru sum hver föst á Ís­landi án launa. Starfs­fólk­ið seg­ist ekki hafa ver­ið lát­ið vita af Covid-smiti í hópn­um. Fram­kvæmda­stjóri seg­ist sjálf­ur ekki eiga pen­inga fyr­ir mat eða hús­næð­is­lán­um.

Föst á Íslandi og fá ekki laun

„Ég var búin að vinna svo mikið og svo lengi að ónæmiskerfið mitt var orðið að engu.“ Svona lýsir einn starfsmaður sjávarréttastaðarins Messans ástandinu sem hún var í eftir veturinn. Þéttur kjarni af starfsfólki, sem var búinn að vinna á staðnum í lengri tíma, segist hafa unnið myrkranna á milli til að fylla í vaktir er þjónum á vakt var fækkað úr sex í þrjá til að minnka kostnað fyrirtækisins.

Þrátt fyrir erfiðan róður segist starfsfólkið hafa gert það af ást fyrir staðnum. Það talar um hvað annað sem fjölskyldu sína, en í fyrri tíð hafði það eytt bæði vinnu- og frístundum saman, og gjarnan fengið sér bjór saman eftir vaktina. En síðasta vetur segist það hafa verið of þreytt og útslitið eftir vakt til að gera eitthvað annað en að fara beint heim að sofa.

Starfsfólkið segist ekki hafa upplifað að þessi hollusta og fórnfýsi þeirra hafi verið verðlaunuð, en bæði útibú Messans lokuðu í mars sökum COVID-19 faraldursins. Öllu starfsfólki Messans á Granda var sagt upp án launa 31. mars og starfsfólk miðbæjarútibúsins var snuðað um meirihluta síðustu launagreiðslu sinnar, og svo hlut fyrirtækisins í hlutabótaleið ríkisins. Þar að auki segjast starfsmenn á vakt ekki hafa verið tjáð af yfirmönnum þegar einn þeirra greindist með veiruna. Að minnsta kosti einn annar starfsmaður af þeirri vakt smitaðist.

Framkvæmdastjóri segir stöðu fyrirtækisins ekki koma starfsfólkinu við. Hann sagðist sjálfur ekki eiga peninga fyrir mat, reikningum eða til að borga húsnæðislán. Meirihlutaeigandi á hluta í öðrum fyrirtækjum og átti félag í skattaskjólum sem var opinberað í Panamaskjölunum.

Samskipti milli eiganda og starfsfólks hafa fjarað út og öll loforð um greiðslur orðið að engu, en starfsfólk lýsir þessari hegðun sem djúpstæðum svikum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu