Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Benti á kjarasamningsbrot og var tekin af vaktaplani

Þeg­ar að yf­ir­menn Mess­ans komust að því að Anna Mar­jan­kowska væri að sinna starfi sínu sem trún­að­ar­mað­ur Efl­ing­ar og upp­lýsa starfs­fólk­ið um rétt­indi þeirra fór nafn henn­ar að hverfa af vaktaplani. Mál henn­ar og tveggja annarra starfs­manna var rek­ið af Efl­ingu alla leið í hér­aðs­dóm og end­aði með dómsátt.

„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“

Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu. Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.

„Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum“

Á hálfu ári tókst henni að samstilla starfsfólkið til að krefjast úrbóta. Hún náði takmarki sínu – samstarfsmenn hennar fengu ráðningarsamninga og sáu mikinn mun á launaseðlum sem voru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár