Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

ASÍ kallar eftir rannsókn á brunanum: „Atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar“

Fé­lag­ið HD verk, sem á hús­ið sem brann að Bræðra­borg­ar­stíg, á fleiri hús­eign­ir þar sem er­lent verka­fólk hef­ur haft bú­setu, með­al ann­ars fólk sem grun­ur lék á um að væri í hald­ið í vinnum­an­sali hér á landi.

ASÍ kallar eftir rannsókn á brunanum: „Atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar“
Eiga fleiri húseignir sem hafa verið til skoðunar Húseignir félagsins HD verks, sem á húsið að Bræðraborgarstíg 1 þar sem bruni og manntjón varð í gær, hafa verið til skoðunar af hálfu slökkviliðs, verkalýðshreyfingar og fleiri opinberra aðila vegna búsetu mikils fjölda erlends verkafólks þar, við bagalegar aðstæður. Mynd: Davíð Þór

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) kallar eftir því að ítarleg rannsókn fari fram á aðdraganda og orsökum brunans í húsinu að Bræðraborgarstíg 1. Líkur séu á að þeir sem skráðir eru til heimilis í húsinu, alls 73 manneskjur, séu erlent verkafólk sem atvinnurekendur þeirra hafi útvegað þar húsnæði. Þrír eru látnir af völdum brunans og tveir liggja á gjörgæslu. Alþýðusambandið segir að enn skorti á að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar er húsnæði er óviðunandi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu ASÍ þar sem aðstandendum hinna látnu eru vottaðar dýpstu samúðarkveðjur. Þar segir einnig að verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi og koma í veg fyrir félagsleg undirboð en enn skorti á að staðið sé við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi.“

Húsið að Bræðraborgarstíg 1 er í eigu félagsins HD verk ehf, sem aftur er í eigu félagsins H2O ehf. Það félag á Kristinn Jón Gíslason að fullu. Stundin hefur ekki náð í Kristinn Jón í dag. HD verk á einnig húsið að Bræðraborgarstíg 3, þar sem rekið hefur verið gistiheimili sem áður hefur verið til umfjöllunar í Stundinni. Þess ber þó að geta að þegar Stundin fjallaði um gistiheimilið að Bræðraborgarstíg árið 2015 var félagið HD verk ehf í eigu annarra aðila en Kristins Jóns.

Þá á félagið HD verk ehf einnig fasteignir Dalvegi 24 og 26, Hjallabrekku 1 og Kársnesbraut 96-A. Efling stéttarfélag hefur haft húsið að Bræðraborgarstíg og einnig húsnæðið að Dalvegi til skoðunar en þar munu starfsmenn starfsmannaleigu sem áður hét Menn í vinnu hafa haft búsetu. Hið sama á við um húsnæðið að Hjallabrekku en þar bjuggu fjölmargir erlendir verkamenn, sem grunur lék á að væru hér á landi í vinnumansali hjá Mönnum í vinnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár