Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherjamálið í Namibíu: Fékk greitt með 28 milljóna framkvæmdum við hús sitt

Einn af sak­born­ing­un­um sex í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu, Ricar­do Gusta­vo, fékk greitt fyr­ir þátt­töku sína í við­skipt­um namib­ísku ráða­mann­anna og Sam­herja með greiðslu á reikn­ing­um vegna fram­kvæmda við hús sitt. Gusta­vo reyn­ir nú að losna úr fang­elsi gegn tryggg­ingu á með­an beð­ið er eft­ir að rétt­ar­höld yf­ir sex­menn­ing­un­um hefj­ist.

Samherjamálið í Namibíu: Fékk greitt með 28 milljóna framkvæmdum við hús sitt
Gustavo segist ekkert hafa vitað Ricardo Gustavao, einn af sakborningunum sex í Nambiíumálinu, segist ekki hafa vitað að Þorsteinn Már Baldvinsson og James Hatuikulipi hafi komist að samkomulagi um að Samherji greiddi 3/4 hluta af greiðslum vegna kaupa á kvóta í Namibíu til Dubaí. Þorsteinn Már sést hér með Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.

Einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, mútugreiðslum íslenska útgerðarfélagsins til þarlendra ráðamanna í skiptum fyrir makrílkvóta, fékk meðal annars greitt fyrir aðkomu sína að málinu með greiðslu reikninga upp á 28 milljónir króna fyrir vinnu við hús sitt í borginni Windhoek. Þetta kom fram í máli mannsins, Ricardo Gustavo, í réttarsal í Namibíu á föstudaginn í síðustu viku. Namibíska blaðið The Namibian greinir frá.

Samkvæmt blaðinu var um að ræða greiðslu reikninga félagsins Namgomar Pesca, sem búið var til gagngert til að Samherji gæti fengið hestamakrílskvóta í Namibíu, upp á 3 milljónir Namibíudollara, 28 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða einbýlishús í „fínu“ hverfi í Windhoek samkvæmt The Namibian. 

Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá mútugreiðslum Samherja í nóvember í fyrra, á grundvelli gagna frá Wikileaks. Mútugreiðslurnar nema vel á annan milljarð króna miðað við fyrirliggjandi gögn en gætu reynst vera hærri þegar öll kurl verða komin til grafar í rannsókn málsins. 

Segist vera saklausRicardo Gustavo, einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, segist vera saklaus af ásökunum um mútuþægni og fleiri brot.

75 prósent af greiðslunum til skúffufélags í Dubaí

Snúningurinn með Namgomar Pesca, sem ræddur var fyrir dómi í Namibíu í liðinni viku, var þannig að ráðamennirnir í Namibíu stofnuðu eignarhaldsfélag með þessu nafni ásamt yfirvöldum í Angóla. 

Með því að stofna eignarhaldsfélag á grundvelli milliríkjasamvinnu við Angóla gátu yfirvöld sjávarútvegsmála í Namibíu úthlutað nýjum hestamakrílskvótum til þessa félags.

Ráðamennirnir í Namibíu, meðal annars sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau, fengu svo greitt fyrir þátttöku sína í gerningnum með greiðslum frá Samherja. Bæði greiðslum frá félögum Samherja í Namibíu og eins greiðslum frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood, inn á reikning félagsins Tundavala Invest í Dubaí. Skiptingin á greiðslunum frá Samherja var þannig að Namgomar Pesca fékk 1/4 hluta og fyrirtæki James Hatuikulipi fékk 3/4 hluta. 

Tekið skal fram að Namgomar-snúningurinn er aðeins einn angi Samherjamálsins í Namibíu. Áður en félagið var Namgomar var stofnað hafði Samherji meðal annars einnig greitt til mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu, meðal annars beint til tengdasonar sjávarútvegsráðherrans í landinu. 

„Ég hef alltaf verið heiðvirður maður“ 

Gustavo fékk greiddar 103 milljónir

Blaðið The Namibian segir að samkvæmt spillingarlögreglunni í Namibíu ACC, Anti Corruption Commission, hafi rannsókn málsins leitt í ljós að Gustavo hafi fengið greiddar samtals 11 milljónir Namibíudollara, tæplega 103 milljónir íslenskra króna, fyrir aðkomu sína að þessum viðskiptum. Við þetta bætist svo greiðsla framkvæmdareikninganna við hús Gustavos. Samtals er því um að ræða greiðslur og gæði upp á um 130 milljónir króna, en Gustavo vill fá að losna úr fangelsi gegn tryggingu á meðan hann bíður eftir því að réttað verði yfir honum og hinum mönnunum fimm í Samherjamálinu. 

Gustavo var á þessum tíma með um 2,5 milljónir Namibíudollara í laun á ári, eða um 23 milljónir íslenskra króna. Eina milljón frá Namgomar Pesca, og 1,5 milljónir frá fjárfestingarfélagi James Hatuikulipi, Investec Namiba. Við þetta bætast svo áðurnefndar 130 milljóna greiðslur, beinar og óbeinar. 

Mennirnir sex hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, mútuþægni, peningaþvætti og spillingu og hafa setið í gæsluvarðhaldi í hálft.  Auk Gustavos er um að ræða Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Sacky Sangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatukulipi, fyrrverandi stjórnarformann ríkisfyrirtækisins Fishcor, Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherrans, og Mike Nghipunya, fyrrverandi forstjóri Fishcor. 

Gustavo lýsti því yfir í réttarhöldunum þar sem tekist var á um kröfu hans um lausn gegn tryggingu að hann væri „án nokkurs vafa saklaus“ í málinu. „Ég þarf að berjast gegn þessum ásökunum og hreinsa nafn mitt. Ég hef alltaf verið heiðvirður maður,“ sagði hann. 

Bara James, Þorsteinn og JóhannesJóhannes Stefánsson segir að Ricardo Gustavo hafi sannarlega ekki setið þann hluta fundar þar sem ákveðið var að Samherji myndi greiða 75 prósent af kvótagjaldi til skúffufélags James Hatuikulipi í Dubaí. Þann hluta hafi einungis James, Þorsteinn og Jóhannes setið.

Vildi ekki tjá sig um fundinn á skrifstofu Samherja

Í réttarhaldinu spurði saksóknari ákæruvaldsins í Namibíu, Cliff Lutibezi, að því hvað Ricardo Gustavo hefði að segja um fund sem hann sat á skrifstofu Samherja í Katrínartúni í Reykjavík í ágúst árið 2014. Á þessum fundi var ákveðið að Samherji myndi greiða 75 prósent af greiðslunum fyrir hestamakrílskvótann beint inn á reikning Tundvala Invest í Dubaí.

Það var einnig í þessari heimsókn til Íslands og á skrifstofur Samherja sem Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra, leit í heimsókn og ræddi á léttum nótum við Namibíumennina. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Namibíumálinu, hefur sagt að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi á fundinum kynnt Kristján Þór sem „sinn mann“.

Tekið skal að ekkert bendir til að Kristján Þór hafi nokkuð vitað um mútugreiðslur Samherja í Namibíu og hefur hann sjálfur sagt það opinberlega. Hann og Þorsteinn Már eru hins vegar aldavinir.  

Um þennan fund segir The Namibian: „Gustavo vildi ekki tjá sig þegar saksóknari ákæruvaldsins Cliff Lutibezi spurði hann um fund á Íslandi sem hann að sögn sat ásamt Shangala, James Hatukulipi og Tamson Hatukulipi. Á fundinum var að sögn komist að samkomulagi um að 75 prósent af gjöldunum fyrir fiskveiðikvótann myndi Samherjasamstæðan greiða inn á reikning félags James Hatukulipi, Tundavala Invest, í Dubaí. Gjaldið til Namgomar Pesca var 3.000 namibíudollarar fyrir hvert tonn af fiski.“

Þorsteinn kom með lausninaJóhannes Stefánsson hefur sagt við Stundina að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi komið með lausnina á greiðslum til skúffufélags í Dubaí á fundi í höfuðstöðvum Samherja árið 2014.

Jóhannes: Gustavo fór út

Jóhannes Stefánsson, uppljóstararinn í málinu sem sat fundina með Namibíumönnunum sem þáverandi starfsmaður Samherja, segir að Ricardo Gustavo hafi ekki setið þann hluta fundarins þar sem rætt var um að 75 prósent af greiðslunum fyrir hestamakrílskvóta yrðu greiddar frá félagi Samherja á Kýpur til félags James Hatuikulipi í Dubaí. 

Jóhannes segir að hann, Þorsteinn Már Baldvinsson, James Hatuikulipi, Tamson Hatukulipi, Sacky Shangala og Ricardo Gustavo hafi allir verið saman á fundi á skrifstofu Samherja en að svo hafi Tamson, Sacky og Gustavo farið út þegar rætt var um fyrirkomulagið á greiðslunum til Dubaí. 

„En allir hittu þeir Þorstein Má Baldvinsson og mig líka en við héldum svo sér fund og þeir biðu bara frammi. […] Tamson, Gustavo og Sacky Shanghala biðu frammi,“ segir hann í svörum við spurningum Stundarinnar um þetta. 

„Fyrirspurnin kom frá James en lausnin kom frá Þorsteini Má.“

Í viðtali við Stundina í nóvember sagði Jóhannes einnig um fundina með Þorsteini Má í þesssari Íslandsheimsókn. „ Þeir vildu fá peninga til að geta haldið sér gangandi, kannski leyft sér hitt og þetta, þannig að það var James sem bað um að 25 prósent af kvótagjaldinu fyrir Namgomar-kvótann myndi verða greitt í Namibíu og 75 prósent til Dubai. […] Ég lagði þetta bæði fyrir Þorstein og Ingvar og það var síðan á fundi í ágúst 2014, þá komu hérna James, Sacky og Tamson […] Við áttum fyrst fund 20. ágúst 2014 og svo var aftur fundur 22. ágúst. Þá voru bara ég, James og Þorsteinn, hinir strákarnir biðu frammi, og þá segir Þorsteinn að hann sé kominn með leiðina til að þeir geti fengið greitt þessi 75 prósent sem þeir vildu fyrir Namgomar-kvótann frá Kýpur til Dubai. Fyrirspurnin kom frá James en lausnin kom frá Þorsteini Má.“

Gustavo var því sannarlega ekki með á fundinum á skrifstofum Samherja þar sem ákveðið var að nota Kýpurfélag Samherja til að greiða fyrir kvótann beint til skúffufélagsins í Dubaí. Engar sannannir liggja heldur fyrir að hann hafi fengið greitt frá Dubaí-félaginu en hins vegar liggja fyrir sönnunargögn sem sýna greiðslur til hans upp á meira en 100 milljónir frá Namgomar Pesca, félaginu sem tók við hestamakrílskvótanum frá yfirvöldum í Namibíu. 

Segist ekkert hafa vitað um Tundavala

Málsvörn Gustavos í málinu fyrir dómi er að hann hafi ekki vitað að Tundavala  Invest væri til, samkvæmt frétt The Namibian. Hann segir aða hann hafi ekki vitað að félagið hafi fengið greiðslur frá Samherja eins og segir í fréttinni: „Eftir því sem hann best veit hafi Namgomar Pesca Namibia verið með samkomulag við Samherja um að greiða 500 Namibíudollara fyrir hvert tonn sem kvótagjald og að hann hafi „ekki haft hugmynd um“ að einnig var um að ræða samning um frekari greiðslur til Tundavala Invest.

Málflutningi í máli Ricardo Gustavos um að hann verði látinn laus gegn tryggingu hefur verið frestað til 3. júní samkvæmt namibískum fjölmiðlum í dag

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár