Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisstjórnin afléttir stimpilgjöldum af stórútgerðum

Stjórn­ar­and­stað­an fór hörð­um orð­um um for­gangs­röð­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar þeg­ar stimp­il­gjöld á stór skip voru af­num­in með lög­um. Að­gerð­in var köll­uð sum­ar­gjöf til stór­út­gerð­ar­inn­ar á með­an stimp­il­gjöld eru enn við lýði í fast­eigna­kaup­um ein­stak­linga.

Ríkisstjórnin afléttir stimpilgjöldum af stórútgerðum
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarni Benediktsson lagði fram stjórnarfrumvarp um afnám á stimpilgjöldum vegna eignayfirfærslu stærri skipa. Mynd: Davíð Þór

„Er það virkilega svo að ríkisstjórnarflokkarnir þrír telji það vera forgangsmál í miðjum heimsfaraldri að lækka hér skatta á fyrirtæki sem kaupa stór skip?“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær.

Lög sem afnema stimpilgjöld sem varða eignayfirfærslu skipa voru samþykkt í gær og fór stjórnarandstaðan hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins sögðu tilefni til að afnema öll stimpilgjöld, til dæmis þau sem snúa að kaupum ungs fólks á sinni fyrstu fasteign.

Þingmenn Samfylkingarinnar bentu á að lagabreytingin snerist eingöngu um stimpilgjöld á stór skip og þar af leiðandi stærstu útgerðirnar, þar sem nú þegar væri ekkert stimpilgjald á smærri skip. „Með vísan til sjónarmiða um jafnræði atvinnugreina er talið rétt að ekki verði lengur innheimt stimpilgjald vegna skjala er varða eignayfirfærslu skipa yfir fimm brúttótonnum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram. „Slík breyting er jafnframt í samræmi við það regluverk sem fyrirfinnst á Norðurlöndunum varðandi stimpilgjöld, en þar takmarkast stimpilgjöld almennt við fasteignaviðskipti.“

Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að hafa óveruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Hins vegar ættu þær breytingar sem stefnt er að með frumvarpinu að hafa jákvæð áhrif á hagsmunaaðila,“ segir í greinargerðinni.

„Hvergi er talað um „rekstrarumhverfi“ sjómanna eða umhyggju fyrir störfum sjómanna“

Sjómannasamband Íslands og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, mótmæltu einnig lagasetningunni og sagði að vernda þyrfti störf íslenskra sjómanna sem eiga lífsviðurværi sitt undir öruggu rekstrarumhverfi skipanna. „Með því að aflétta stimpilgjaldi er útgerðinni gert kleift að flagga skipum út og inn af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómanna í stórhættu,“ segir í umsögn þeirra. „Hvergi er talað um „rekstrarumhverfi“ sjómanna eða umhyggju fyrir störfum sjómanna í frumvarpinu. Í ljósi þess sem fram kemur í „Samherjaskjölunum“ svokölluðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efnum.“

Gáfu börnum sínum Samherja 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um málið þegar atkvæði voru greidd í gær. „Það vakti mikla athygli í samfélaginu og reis upp hneykslunaralda á dögunum þegar upplýst var um fyrirframgreiddan arf eigenda stærsta og öflugasta útgerðarfélags landsins til niðja sinna,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Vísaði hann þar til þess að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna. Hið sama hafa þau Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri fyrirtækisins, og eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, gert en börn þeirra, Dagný Linda, Halldór Örn, Kristján Bjarni og Katrín Kristjánsbörn, hafa tekið við hlut foreldra sinna. Enn er ólokið rannsókn á mútugreiðslum dótturfélags Samherja í Namibíu og aðkomu þeirra Þorsteins og Kristjáns þar.

„Fyrirframgreiddur arfur á fyrirframgreiddum arði, svimandi upphæðir,“ sagði Guðmundur Andri. „Einn talsmanna stjórnarliðsins í sjávarútvegsmálum komst ágætlega að orði þegar að hún sagði, háttvirtur þingmaður, að hér væri um að ræða sumargjöf þessara eigenda til sinna niðja. Hér greiðum við atkvæði um það hvort við ætlum að taka þátt í því að ríkisstjórn Íslands gefi stórútgerðinni í landinu þessa sumargjöf.“

Ágúst Ólafur ÁgústssonÞingmaðurinn segir ríkisstjórnina forgangsraða í þágu stórútgerðarinnar.

Ágúst Ólafur Ágústsson, samflokksmaður Guðmundar Andra, sagðist stundum verða hálf orðlaus yfir því sem gerðist í þingsalnum. „Þetta er nú kannski eitt af þeim augnablikum. Er það virkilega svo að ríkisstjórnarflokkarnir þrír telji það vera forgangsmál í miðjum heimsfaraldri að lækka hér skatta á fyrirtæki sem kaupa stór skip? Um það snýst þetta. Það er verið að lækka hér skatta hjá þeim fyrirtækjum, stórútgerðinni, þegar hún er að kaupa stór skip. Þetta er ofan í þá staðreynd að veiðileyfagjöld hafa lækkað um helming síðan þessi ríkisstjórn tók við,“ sagði Ágúst Ólafur.

Önnur stimpilgjöld enn í gildi

„Þetta er sérkennileg forgangsröðun en sýnir svo vel hvaða hagsmunir ráða alltaf hér,“ bætti hann við. „Þessir sömu ríkisstjórnarflokkar hikuðu ekki við að fella hér tillögu sem mundi gera námsmönnum kleift að njóta atvinnuleysisbóta í sumar. Það var ekkert mál fyrir Vinstri græna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. En þegar kemur að því að lækka skatta á stórútgerðina, þá flýgur það í gegn með methraða og hvað þá í miðjum heimsfaraldri, herra forseti. Þetta er hneyksli og að sjálfsögðu segi ég nei.“

„En þegar kemur að því að lækka skatta á stórútgerðina, þá flýgur það í gegn með methraða“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði að frekar hefði verið tilefni til að afnema stimpilgjald á fasteignakaup og þá sérstaklega ungt fólk sem er að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Eins og stendur fær sá hópur afslátt og greiðir hálft stimpilgjald.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði augljóst að í þessu máli væru sérhagsmunir teknir fram yfir almannahagsmuni. „Ekki síst á þessum tímum skiptir það miklu máli að við hugsum um heildina en ekki eingöngu sérhagsmuni, eins og mér finnst birtast í þessu máli,“ sagði hún. „Við í Viðreisn höfum lagt til sérstaklega að afnema stimpilgjöldin og það mun hjálpa heimilunum og þeim sem standa í fasteignakaupum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár