Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisstjórnin afléttir stimpilgjöldum af stórútgerðum

Stjórn­ar­and­stað­an fór hörð­um orð­um um for­gangs­röð­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar þeg­ar stimp­il­gjöld á stór skip voru af­num­in með lög­um. Að­gerð­in var köll­uð sum­ar­gjöf til stór­út­gerð­ar­inn­ar á með­an stimp­il­gjöld eru enn við lýði í fast­eigna­kaup­um ein­stak­linga.

Ríkisstjórnin afléttir stimpilgjöldum af stórútgerðum
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarni Benediktsson lagði fram stjórnarfrumvarp um afnám á stimpilgjöldum vegna eignayfirfærslu stærri skipa. Mynd: Davíð Þór

„Er það virkilega svo að ríkisstjórnarflokkarnir þrír telji það vera forgangsmál í miðjum heimsfaraldri að lækka hér skatta á fyrirtæki sem kaupa stór skip?“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær.

Lög sem afnema stimpilgjöld sem varða eignayfirfærslu skipa voru samþykkt í gær og fór stjórnarandstaðan hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins sögðu tilefni til að afnema öll stimpilgjöld, til dæmis þau sem snúa að kaupum ungs fólks á sinni fyrstu fasteign.

Þingmenn Samfylkingarinnar bentu á að lagabreytingin snerist eingöngu um stimpilgjöld á stór skip og þar af leiðandi stærstu útgerðirnar, þar sem nú þegar væri ekkert stimpilgjald á smærri skip. „Með vísan til sjónarmiða um jafnræði atvinnugreina er talið rétt að ekki verði lengur innheimt stimpilgjald vegna skjala er varða eignayfirfærslu skipa yfir fimm brúttótonnum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram. „Slík breyting er jafnframt í samræmi við það regluverk sem fyrirfinnst á Norðurlöndunum varðandi stimpilgjöld, en þar takmarkast stimpilgjöld almennt við fasteignaviðskipti.“

Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að hafa óveruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Hins vegar ættu þær breytingar sem stefnt er að með frumvarpinu að hafa jákvæð áhrif á hagsmunaaðila,“ segir í greinargerðinni.

„Hvergi er talað um „rekstrarumhverfi“ sjómanna eða umhyggju fyrir störfum sjómanna“

Sjómannasamband Íslands og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, mótmæltu einnig lagasetningunni og sagði að vernda þyrfti störf íslenskra sjómanna sem eiga lífsviðurværi sitt undir öruggu rekstrarumhverfi skipanna. „Með því að aflétta stimpilgjaldi er útgerðinni gert kleift að flagga skipum út og inn af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómanna í stórhættu,“ segir í umsögn þeirra. „Hvergi er talað um „rekstrarumhverfi“ sjómanna eða umhyggju fyrir störfum sjómanna í frumvarpinu. Í ljósi þess sem fram kemur í „Samherjaskjölunum“ svokölluðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efnum.“

Gáfu börnum sínum Samherja 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um málið þegar atkvæði voru greidd í gær. „Það vakti mikla athygli í samfélaginu og reis upp hneykslunaralda á dögunum þegar upplýst var um fyrirframgreiddan arf eigenda stærsta og öflugasta útgerðarfélags landsins til niðja sinna,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Vísaði hann þar til þess að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna. Hið sama hafa þau Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri fyrirtækisins, og eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, gert en börn þeirra, Dagný Linda, Halldór Örn, Kristján Bjarni og Katrín Kristjánsbörn, hafa tekið við hlut foreldra sinna. Enn er ólokið rannsókn á mútugreiðslum dótturfélags Samherja í Namibíu og aðkomu þeirra Þorsteins og Kristjáns þar.

„Fyrirframgreiddur arfur á fyrirframgreiddum arði, svimandi upphæðir,“ sagði Guðmundur Andri. „Einn talsmanna stjórnarliðsins í sjávarútvegsmálum komst ágætlega að orði þegar að hún sagði, háttvirtur þingmaður, að hér væri um að ræða sumargjöf þessara eigenda til sinna niðja. Hér greiðum við atkvæði um það hvort við ætlum að taka þátt í því að ríkisstjórn Íslands gefi stórútgerðinni í landinu þessa sumargjöf.“

Ágúst Ólafur ÁgústssonÞingmaðurinn segir ríkisstjórnina forgangsraða í þágu stórútgerðarinnar.

Ágúst Ólafur Ágústsson, samflokksmaður Guðmundar Andra, sagðist stundum verða hálf orðlaus yfir því sem gerðist í þingsalnum. „Þetta er nú kannski eitt af þeim augnablikum. Er það virkilega svo að ríkisstjórnarflokkarnir þrír telji það vera forgangsmál í miðjum heimsfaraldri að lækka hér skatta á fyrirtæki sem kaupa stór skip? Um það snýst þetta. Það er verið að lækka hér skatta hjá þeim fyrirtækjum, stórútgerðinni, þegar hún er að kaupa stór skip. Þetta er ofan í þá staðreynd að veiðileyfagjöld hafa lækkað um helming síðan þessi ríkisstjórn tók við,“ sagði Ágúst Ólafur.

Önnur stimpilgjöld enn í gildi

„Þetta er sérkennileg forgangsröðun en sýnir svo vel hvaða hagsmunir ráða alltaf hér,“ bætti hann við. „Þessir sömu ríkisstjórnarflokkar hikuðu ekki við að fella hér tillögu sem mundi gera námsmönnum kleift að njóta atvinnuleysisbóta í sumar. Það var ekkert mál fyrir Vinstri græna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. En þegar kemur að því að lækka skatta á stórútgerðina, þá flýgur það í gegn með methraða og hvað þá í miðjum heimsfaraldri, herra forseti. Þetta er hneyksli og að sjálfsögðu segi ég nei.“

„En þegar kemur að því að lækka skatta á stórútgerðina, þá flýgur það í gegn með methraða“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði að frekar hefði verið tilefni til að afnema stimpilgjald á fasteignakaup og þá sérstaklega ungt fólk sem er að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Eins og stendur fær sá hópur afslátt og greiðir hálft stimpilgjald.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði augljóst að í þessu máli væru sérhagsmunir teknir fram yfir almannahagsmuni. „Ekki síst á þessum tímum skiptir það miklu máli að við hugsum um heildina en ekki eingöngu sérhagsmuni, eins og mér finnst birtast í þessu máli,“ sagði hún. „Við í Viðreisn höfum lagt til sérstaklega að afnema stimpilgjöldin og það mun hjálpa heimilunum og þeim sem standa í fasteignakaupum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár