Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félag um foreldrajafnrétti lýsir stuðningi við Dofra í kjölfar „árása“ dætranna

„Stjórn Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti ít­rek­ar að dæt­ur Dof­ra eiga rétt á sín­um eig­in sjón­ar­mið­um. Við von­um einnig að al­menn­ing­ur átti sig á því að árás­irn­ar á hend­ur hon­um eru dæmi­gerð­ar fyr­ir þá sem stíga fram í bar­átt­unni gegn for­eldra­úti­lok­un,“ seg­ir Brjánn Jóns­son vara­formað­ur fé­lags­ins.

Félag um foreldrajafnrétti lýsir stuðningi við Dofra í kjölfar „árása“ dætranna

Félag um foreldrajafnrétti hefur sent frá sérstuðningsyfirlýsingu við formanninn, Dofra Hermannsson, þar sem talað er um viðtal við dætur hans sem opinbera árás gegn honum. Yfirlýsingin er send út í kjölfar þess að dóttir og stjúpdóttir Dofra, þær Kolfinna og Katrín Arndísardætur, stigu fram til þess að segja sína hlið mála, meðal annars að þær hefðu upplifað andlegt ofbeldi í samskiptum við Dofra og því slitið þeim að sjálfsdáðum.

Félagið segir hins vegar í yfirlýsingu sinni að frásögn dætra Dofra skorti rökstuðning. „Ásakanir af þessu tagi sem settar eru fram án rökstuðnings eru því miður reynsla margra foreldra sem leita til félagsins eftir hjálp,“ segir í yfirlýsingunni til stuðnings formanninum.

Félagið, sem áður hét Félag ábyrgra feðra, hefur barist fyrir aukinni viðurkenningu á kenningu um „foreldrafirringu“, sem felur í sér að barni sé snúið gegn foreldri sínu.

Vísar til eigin reynslu í baráttunni

Dofri hefur sem formaður félagsins vísað til eigin reynslu og haldið því fram opinberlega að Kolfinna og Katrín hafi slitið samskiptum við föður sinn og stjúpföður vegna þess að móðir þeirra hafi „markvisst eitrað samband“ þeirra við hann og byggt baráttu sína á því. Í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar greindu Kolfinna og Katrín hins vegar frá því að þær hefðu sjálfar tekið ákvörðun um að slíta samskiptum við Dofra vegna meiðandi samskipta sem haldið hafi áfram fram á fullorðinsár. Þær eru 21 og 28 ára gamlar í dag.

Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti og sem slíkur á hann sæti í jafnréttisráði, sem á að vera ráðgefandi varðandi stefnumótun ríkisins í jafnréttismálum.

Sagði frásögn dætranna „uppdikterað tilfinningaklám“

Áður hafði varaformaður félagsins, Brjánn Jónsson, sem nú skrifar undir stuðningsyfirlýsinguna fyrir hönd félagsins, afgreitt frásögn Katrínar og Kolfinnu sem „uppdikterað tilfinningaklám“ í umræðum um viðtalið í hópi #DaddyToo á Facebook, sem er andsvar forræðislausra feðra við #metoo-hreyfingunni. 

Í yfirlýsingunni segir að félagið sé meðvitað um ásakanir á hendur Dofra um andlegt ofbeldi en slíkt sé vel þekkt hjá þeim sem lenda í erfiðum skilnaði þar sem börn verða bitbein og málsaðilar í deilum foreldra. Dofri sé þekktur leiðtogi, störf hans séu óþreytandi og honum beri að hrósa fyrir skuldbindingu sína. „Stjórn Félags um foreldrajafnrétti ítrekar að dætur Dofra eiga rétt á sínum eigin sjónarmiðum. Við vonum einnig að almenningur átti sig á því að árásirnar á hendur honum eru dæmigerðar fyrir þá sem stíga fram í baráttunni gegn foreldraútilokun og eru í þágu foreldrisins sem beitir útilokun, en þar er um að ræða alvarlega sálræna misnotkun á börnum sem veldur þeim varanlegu tjóni. Opinber árás af þessu tagi dregur ekki úr orðnum skaða og er þetta því eina yfirlýsingin sem félagið mun senda frá sér um málið. Dofri heldur áfram að leiða Félag um foreldrajafnrétti með reisn og virðingu fyrir börnum og nýtur til þess fulls trausts stjórnar.“

„Sjúkdómur í fjölskyldunni“

Dofri valdi að bregðast hvorki við nafnlausri yfirlýsingu dætranna sem birtist fyrst á Líf án ofbeldis, né fyrirspurn Stundarinnar um ákveðin efnisatriði. Þess í stað veitti hann Kvennablaðinu viðtal þar sem hann ítrekaði að hann hefði misst samband við dætur sínar vegna „foreldraútilokunar“ í kjölfar skilnaðar, það væri eins og barninu hans „hefði verið rænt“, eins og „það væri sjúkdómur í fjölskyldunni“. Eftir að viðtalið við Kolfinnu og Katrínu birtist á Stundinni, þar sem þær sögðust meðal annars stíga fram í von um að hann léti þær í friði og greindu frá því að framganga hans á opinberum vettvangi hefði haft slæm áhrif á velferð þeirra, sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann fór fram á að byggja upp samband við þær að nýju.

„Ég á mér þá einu ósk að það sé hægt að leggja til hliðar sárindi og byggja upp samband að nýju.“

Dofri sendi frá sér yfirlýsingu eftir að Katrín og Kolfinna sögðu sögu sína í Stundinni, þar sem hann kvaðst hafa gert „ýmis mistök“ en fór fram á að þær tækju aftur upp samband við föður sinn: „Mér þykir sárt að þær upplifi baráttu mína fyrir að halda sambandi við þær sem andlegt ofbeldi gagnvart sér. Ég hef gert ýmis mistök, flest í örvæntingu yfir að vera að missa þær. Ég hef beðið þær fyrirgefningar á þeim og geri það aftur hér. Ég á mér þá einu ósk að það sé hægt að leggja til hliðar sárindi og byggja upp samband að nýju.“

Fyrr í morgun sendu stjórnarkonur Félags um foreldrajafnrétti frá sér aðra yfirlýsingu þar sem þær gerðu „alvarlegar athugasemdir“ við fréttaflutning Stundarinnar, þar sem umfjöllun Stundarinnar hafi skaðað viðleitni félagsins um að fræða almenning um það ofbeldi sem felst í foreldraútilokun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár