Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni segir ranglega að fyrirtæki sem nota skattaskjól fái ekki aðstoð

Eng­in skil­yrði girða fyr­ir um rík­is­stuðn­ing við fyr­ir­tæki sem not­færa sér skatta­skjól eða eru með eign­ar­hald á lág­skatta­svæði. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hélt því þó fram á Al­þingi í dag.

Bjarni segir ranglega að fyrirtæki sem nota skattaskjól fái ekki aðstoð
Bjarni Benediktsson Mynd: Pressphotos

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að lög um brúarlán og frumvarp um stuðningslán setji skilyrði um að félög sem tengjast lágskattasvæðum eða aflandsfélögum fái ekki aðstoð ríkisins.

Raunin er sú að hvorki brúarlánalögin né frumvarpið um stuðningslán girðir fyrir að fyrirtæki sem notfærir sér skattaskjól eða er með eignarhald á lágskattasvæði fái ríkisstuðninginn. Engin skilyrði í þá veru er að finna í frumvörpunum og ekki er fjallað um neitt slíkt í greinargerðum og nefndarálitum vegna lagasetningarinnar.

Vísar Bjarni í að félögin hafi „ótakmarkaða skattskyldu“ á Íslandi, en það hugtak tengist því ekki hvort fyrirtæki notfæri sér skattaskjól eða hafi þar eignarhald, einungis því að skattar af af tekjum þeirra séu greiddir á Íslandi, hvaðan sem þær koma.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, vakti athygli á skorti á þessum skilyrðum undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. „Hvergi er hins vegar minnst á skattaskjól eða aflandsfélög,“ sagði hún í fyrirspurn til Bjarna. „Við viljum ekki rétta þeim fjármuni skattgreiðenda sem hafa svikið undan skatti og ekki lagt sinn sanngjarna hlut af mörkum til sameiginlegra sjóða og ætla öðrum að bera sinn hlut í velferðarkerfinu. Panama-skjölin sýndu að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs var einstakt í heiminum á þeim tíma sem gögnin náðu til og við þekkjum samspil móður- og dótturfélaga við lágskattasvæði og aflandsfélög.“

Bjarni sagði Oddnýju fara með rangt mál. „Við erum með slík skilyrði. Slík skilyrði voru skrifuð vegna brúarlánanna inn í samning fjármálaráðuneytisins við Seðlabankann þar sem það er gert að skilyrði að þeir sem hyggjast sækjast eftir brúarlánunum hafi fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Sama skilyrði er að finna í frumvarpi sem nú er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd um stuðningslán,“ sagði hann.

Ótakmörkuð skattskyld á Íslandi ekki sama og bann við skattaskjólum

Oddný benti á að í öðrum löndum, meðal annars Frakklandi og Danmörku, séu þessi skilyrði sett. „Það er rangt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé tryggt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að fyrirtæki í skattaskjólum fái ekki stuðning,“ svaraði Oddný. „Hvergi eru þau skilyrði sem girða fyrir að fyrirtæki sem notfæra sér skattaskjól eða eru með eignarhald á lágskattasvæði fái stuðning frá ríkinu. Sérfræðingar hafa bent á þetta. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur tjáð sig í fjölmiðlum og sagt að frumvarpið um stuðningslánin taki ekki á því með nokkrum hætti hvort fyrirtæki sem fái ríkisaðstoð notfæri sér skattaskjól eða séu með eignarhald í skattaskjóli.“

„Frumvarpið tekur á engan hátt á því hvort fyrirtæki notfæra sér skattaskjól eða eru með eignarhald í skattaskjóli“

Vísaði hún þar í umfjöllun Stundarinnar um málið. „Þessi grein laganna og aðrar hafa að því er mér sýnist ekkert að gera með skattaskjól,“ sagði Indriði um frumvarpið í frétt Stundarinnar. „Ótakmörkuð skattskylda þýðir einfaldlega að viðkomandi sé skattskyldur hér á landi af öllum tekjum sem hann aflar sér hvar sem er í heiminum. Frumvarpið tekur á engan hátt á því hvort fyrirtæki notfæra sér skattaskjól eða eru með eignarhald í skattaskjóli.“

Bjarni sagðist að lokum þurfa að endurtaka það sem hann sagði í svörum til Oddnýjar. „Það sem ég hygg að hæstvirtur þingmaður sé að vísa til hér, og er afskaplega óskýr í sinni framsögu um, er að slík fyrirtæki sem eiga þá rétt á, ef þau eru með fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, geta tengst öðrum aðilum sem hugsanlega eru með skattskyldu sína annars staðar,“ sagði hann.

„Um þau mál fjalla meðal annars sérstakar reglur um skattskil á Íslandi sem hafa verið settar hér á Alþingi og takmarka möguleika innlendra aðila til að njóta góðs af lægri skattprósentum á slíkum svæðum. Mér finnst sjálfsagt að þetta sé skoðað nákvæmlega í nefndarvinnunni hér og það er bara rangt sem hæstvirtur þingmaður er að reyna að fleyta hérna út í kosmósið, að við höfum ekki hugað að þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár