Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skeljungur greiddi út 600 milljóna arð í miðjum COVID-faraldri

Oíu­fé­lag­ið Skelj­ung­ur greiddi út 600 millj­óna króna arð til hlut­hafa í byrj­un apríl. For­stjóri fé­lags­ins, Árni Pét­ur Jóns­son, vildi ekki svara því í gær hvort fé­lag­ið hafi nýtt sér hluta­bóta­leið­ina svo­köll­uðu.

Skeljungur greiddi út 600 milljóna arð í miðjum COVID-faraldri
Stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs sem ákvað að halda til streitu 600 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa þrátt fyrir COVID-faraldurinn. Mynd: Skeljungur / Hörður Sveinsson

Olíufélagið Skeljungur greiddi út 600 milljóna króna arð til hluthafa sinna þann 2. apríl síðastliðinn, í miðjum COVID-faraldrinum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Skeljungs sem kynnt var eftir lokun hlutabréfamarkaða í dag. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa frestað arðgreiðslum síðustu vikurnar út af COVID-faraldrinum. Skeljungur gerði það ekki. 

Orðrétt segir um þetta í fjárfestakynningu um árshlutauppgjörið: „Á aðalfundi Skeljungs hf. þann 5. mars 2020 var samþykkt að greiða arð til hluthafa að fjárhæð 600 milljónum króna. Greiðsla arðs fór fram þann 2. apríl 2020.“ Arðgreiðslan er vegna rekstrarársins í fyrra.

„Greiðsla arðs fór fram þann 2. apríl 2020.“

Meðal fyrirtækja sem frestað hafa arðgreiðslum sínum eru Íslandsbanki, sem er einn stærsti hluthafi Skeljungs, Arion banki, Landsbankinn, fasteignfélagið Reginn og Vátryggingafélag Íslands. 

Forstjórinn vildi bíða með að svara

Stundin sendi Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Skeljungs, tölvupóst í gær með spurningum um hvort félagið hefði greitt umræddan arð út líkt og ákveðið var að gera á aðalfundi félagsins í byrjun mars.

Árni Pétur svaraði því til að hann vildi bíða með að svara spurningunum um málið þar til eftir að félagið hefði kynnt árshlutauppgjör sitt í dag. „Við erum að birta uppgjör okkar eftir lokun markaða á morgun, þriðjudag, og því ekki í stöðu til að svara þér strax. Ég mun koma svörum við fyrirspurn þinni til þín fyrir hádegi á miðvikudaginn,“ sagði hann. 

Staðfestingin á arðgreiðslunni kom svo fram í uppgjöri félagsins í dag fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. 

Meðal þeirra spurninga sem Stundin spurði er hvort Skeljungur hefði nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Árni Pétur taldi sig ekki geta svarað þeirri spurningu á mánudaginn.

Í uppgjörinu er jafnframt rakið að COVID-faraldurinn hafi slæm áhrif á rekstur Skeljungs, eins og gefur að skilja. „COVID-19 heimsfaraldurinn hafði talsverð áhrif á rekstur samstæðunnar undir lok ársfjórðungsins og óljóst hver áhrifin verða til skemmri og lengri tíma,“ segir í kynningunni á uppgjörinu.

Stærstu hluthafar Skeljungs eru lífeyrissjóðurinn Gildi, Íslandsbanki, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Kvika, Arion banki, lífeyrirsjóðurinn Birta og eignarhaldsfélagið 365, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns sem jafnframt er stjórnarformaður Skeljungs. 

Skeljungur hefur varið starfsmenn

Í árshlutauppgjörinu kemur ekki fram með beinum hætti hvort Skeljungur hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. Hins vegar segir þar að fyrirtækið hafi tryggt „öryggi starfsmanna“ auk þess sem fram kemur að olíufélagið hafi orðið fyrir neikvæðum afleiðingum af fækkun ferðamanna í kjölfar COVID. 

Hvort þetta þýði að félagið hafi nýtt sér hlutabótaleiðina liggur hins vegar ekki fyrir þar sem Árni Pétur hafði ekki svarað spurningu Stundarinnar um þetta þegar fréttin var birt. 

Í skilyrðum stjórnvalda um notkun fyrirtækja á hlutabótaleiðinni í kjölfar COVID er ekki lagt bann við arðgreiðslum fyrirtækja sem nýta sér þessa leið. Slíkt bann er í gildi fyrir fyrirtæki sem fá brúarlán með ríkisábyrgð frá stjórnvöldum til að verja rekstrargrundvöll sinn.

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur hins vegar sagt að fyrirtækjum sé treyst til að sýna ábyrgð þegar kemur að arðgreiðslum í ljósi samfélagsástandsins út af COVID: „Auðvitað er það svo að við reiðum okk­ur á að at­vinnu­lífið sýni ábyrgð. En meg­in­mark­miðið er að verja af­komu fólks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár