Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur

Yf­ir 10 pró­sent starfs­manna Origo lækka í starfs­hlut­falli vegna sam­drátt­ar í verk­efn­um sem tengj­ast ferða­þjón­ust­unni. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­an hálf­an millj­arð fyrstu þrjá mán­uði árs­ins og greiddi millj­arð í arð vegna 2018. For­stjór­inn var einn sá launa­hæsti í Kaup­höll­inni, en stjórn­end­ur munu taka á sig launa­skerð­ingu.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur
Finnur Oddsson Fráfarandi forstjóri Origo fagnar aðgerðum stjórnvalda sem snúa að eflingu nýsköpunar. Mynd: Origo

Fyrirtækið Origo setti yfir 50 starfsmenn sína á hlutabótaleið stjórnvalda sama dag og tilkynnt var um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið segir aðgerðina ná til þjónustu og vöruþróunar fyrir ferðaþjónustuna, en Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins á því sviði.

Stjórn Origo ákvað að fella niður arðgreiðslur og kaupa ekki eigin hlutabréf vegna ástandsins. Stjórnendur Origo munu taka á sig launaskerðingu á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Origo, munu lækka um 15 prósent, laun framkvæmdastjóra um 10 prósent og laun millistjórnenda um 5 prósent á meðan úrræði stjórnvalda nýtur við.

Tilkynnt var á fimmtudag um að Finnur muni hætta hjá Origo og taka við starfi forstjóra Haga. Laun Finns námu 6,2 milljónum króna á mánuði í fyrra, að meðtöldum hlunnindum og lífeyrisgreiðslum, og höfðu hækkað um 29 prósent á milli ára. Má því áætla að tekjur hans eftir skerðingu verði tæpar 5,3 milljónir króna á mánuði, eða tæpri hálfri milljón hærri en þau voru árið 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku tilkynnti Origo um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Er það tvöfalt meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þá námu arðgreiðslur vegna ársins 2018 einum milljarði króna.

„Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk“

Finnur sagði í tilkynningu að þegar hefði verið tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem stafar af COVID-19 faraldrinum. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum,“ var haft eftir honum í tilkynningunni. „Við horfum hins vegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt.  Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“

OrigoAllt að 60 starfsmenn lækka í starfshlutfalli.

Sama dag og tilkynnt var um afkomu fyrsta ársfjórðungs voru yfir 50 starfsmenn Origo settir í skert starfshlutfall í samræmi við hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Munu þeir fá greiðslur úr ríkissjóði í gegnum Vinnumálastofnun til að mæta launaskerðingunni.

Nær 100 prósent tekjutap viðskiptavina

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar staðfestir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Origo, að á bilinu 50 til 60 starfsmenn, eða yfir 10 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins, fari í skert starfshlutfall frá og með maí. Ástæðan sé samdráttur í þjónustu og vöruþróun fyrir ferðaþjónustuna. „Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt,“ segir í svarinu. „Origo hefur stigið það skref að nýta hlutastarfaleið á þeim sviðum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum vegna samdráttar í eftirspurn eftir þjónustu eða ferðatengdum lausnum. Markmiðið er að verja störf í lengstu lög og forðast uppsagnir ef hægt er.“

„Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt“

Í svarinu kemur fram að Origo hafi fundið fyrir niðursveiflunni síðustu vikur. „Nokkrir stórir viðskiptavinir Origo starfa í ferðaþjónustu og hafa orðið fyrir nánast 100% tekjusamdrætti vegna COVID-faraldursins, t.d. flugfélög, hótel og bílaleigur. Viðskiptavinir hafa leitað eftir stuðningi Origo til að takast á við þessar ögrandi aðstæður, m.a. með hagræðingu og samdrætti í starfsemi. Icelandair er stærsti viðskipavinur Origo í ferðaþjónustu.“

Finnur Oddsson, fráfarandi forstjóri, var fjórði launahæsti forstjóri fyrirtækjanna í Kauphöllinni í fyrra. Eins og áður segir námu laun hans, auk hlunninda og lífeyrisgreiðslna, 6,2 milljónum króna á mánuði árið 2019. Hann hækkaði um 29 prósent í launum á milli ára, en laun hans árið 2018 voru 4,8 milljónir króna á mánuði. Arðgreiðslur til hans árið 2018 námu 3,3 milljónum króna.

Fagna aðgerðum í þágu nýsköpunar og nýrra starfa

Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var 21. apríl, var kveðið á um sérstaka áherslu á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi  með 4,4 milljarða króna aukningu fjárframlags. Þannig verður veitt 1,1 milljarði króna í nýsköpunarstjóðinn Kríu. Endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar verða auknar úr 20 prósentum í 25 prósent. Þak á endurgreiðslum er jafnframt hækkað úr 600 milljónum króna í 900 milljónir króna.

Þessum aðgerðum fögnuðu fjórir stjórnendur íslenskra nýsköpunarfyrirtækja í grein í Fréttablaðinu á þriðjudag í síðustu viku. Var Finnur einn höfunda. „Aðgerðir stjórnvalda nú skapa rétta hvata og auka líkurnar á því að hér á landi byggist upp fleiri burðug hugverkafyrirtæki, með tilheyrandi fjölgun starfa og verðmætasköpun,“ skrifuðu stjórnendurnir. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárfesting í fólki, hugviti og þekkingu og öflug virkjun á sköpunarkrafti Íslendinga sem hefur svo oft reynst vel á erfiðum tímum. Aðgerðirnar koma til með að gera íslenska hagkerfið samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi en það sem skiptir þó líklega mestu máli er að hvatarnir sem aðgerðirnar mynda munu leiða til nýrra verkefna á Íslandi, nýrra fyrirtækja, nýrra starfa, aukinnar fjárfestingar og meiri gjaldeyristekna til framtíðar. Það er því bjart fram undan í nýsköpun á Íslandi. Um það erum við sannfærð.“

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, stóð einnig að greininni. Fyrirtækið minnkaði starfshlutfall 165 starfsmanna á Íslandi niður í 50 prósent í apríl í samræmi við hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í frétt RÚV. Starfsemi Össurar fer að miklu leyti fram erlendis og er fyrirtækið ekki lengur í íslensku Kauphöllinni. Arðgreiðsla til hluthafa nam um 1,2 milljörðum króna vegna síðasta árs. Fyrirtækið hefur einnig keypt eigin bréf fyrir 1,3 milljarða króna það sem af er þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár