Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur

Yf­ir 10 pró­sent starfs­manna Origo lækka í starfs­hlut­falli vegna sam­drátt­ar í verk­efn­um sem tengj­ast ferða­þjón­ust­unni. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­an hálf­an millj­arð fyrstu þrjá mán­uði árs­ins og greiddi millj­arð í arð vegna 2018. For­stjór­inn var einn sá launa­hæsti í Kaup­höll­inni, en stjórn­end­ur munu taka á sig launa­skerð­ingu.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur
Finnur Oddsson Fráfarandi forstjóri Origo fagnar aðgerðum stjórnvalda sem snúa að eflingu nýsköpunar. Mynd: Origo

Fyrirtækið Origo setti yfir 50 starfsmenn sína á hlutabótaleið stjórnvalda sama dag og tilkynnt var um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið segir aðgerðina ná til þjónustu og vöruþróunar fyrir ferðaþjónustuna, en Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins á því sviði.

Stjórn Origo ákvað að fella niður arðgreiðslur og kaupa ekki eigin hlutabréf vegna ástandsins. Stjórnendur Origo munu taka á sig launaskerðingu á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Origo, munu lækka um 15 prósent, laun framkvæmdastjóra um 10 prósent og laun millistjórnenda um 5 prósent á meðan úrræði stjórnvalda nýtur við.

Tilkynnt var á fimmtudag um að Finnur muni hætta hjá Origo og taka við starfi forstjóra Haga. Laun Finns námu 6,2 milljónum króna á mánuði í fyrra, að meðtöldum hlunnindum og lífeyrisgreiðslum, og höfðu hækkað um 29 prósent á milli ára. Má því áætla að tekjur hans eftir skerðingu verði tæpar 5,3 milljónir króna á mánuði, eða tæpri hálfri milljón hærri en þau voru árið 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku tilkynnti Origo um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Er það tvöfalt meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þá námu arðgreiðslur vegna ársins 2018 einum milljarði króna.

„Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk“

Finnur sagði í tilkynningu að þegar hefði verið tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem stafar af COVID-19 faraldrinum. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum,“ var haft eftir honum í tilkynningunni. „Við horfum hins vegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt.  Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“

OrigoAllt að 60 starfsmenn lækka í starfshlutfalli.

Sama dag og tilkynnt var um afkomu fyrsta ársfjórðungs voru yfir 50 starfsmenn Origo settir í skert starfshlutfall í samræmi við hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Munu þeir fá greiðslur úr ríkissjóði í gegnum Vinnumálastofnun til að mæta launaskerðingunni.

Nær 100 prósent tekjutap viðskiptavina

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar staðfestir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Origo, að á bilinu 50 til 60 starfsmenn, eða yfir 10 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins, fari í skert starfshlutfall frá og með maí. Ástæðan sé samdráttur í þjónustu og vöruþróun fyrir ferðaþjónustuna. „Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt,“ segir í svarinu. „Origo hefur stigið það skref að nýta hlutastarfaleið á þeim sviðum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum vegna samdráttar í eftirspurn eftir þjónustu eða ferðatengdum lausnum. Markmiðið er að verja störf í lengstu lög og forðast uppsagnir ef hægt er.“

„Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt“

Í svarinu kemur fram að Origo hafi fundið fyrir niðursveiflunni síðustu vikur. „Nokkrir stórir viðskiptavinir Origo starfa í ferðaþjónustu og hafa orðið fyrir nánast 100% tekjusamdrætti vegna COVID-faraldursins, t.d. flugfélög, hótel og bílaleigur. Viðskiptavinir hafa leitað eftir stuðningi Origo til að takast á við þessar ögrandi aðstæður, m.a. með hagræðingu og samdrætti í starfsemi. Icelandair er stærsti viðskipavinur Origo í ferðaþjónustu.“

Finnur Oddsson, fráfarandi forstjóri, var fjórði launahæsti forstjóri fyrirtækjanna í Kauphöllinni í fyrra. Eins og áður segir námu laun hans, auk hlunninda og lífeyrisgreiðslna, 6,2 milljónum króna á mánuði árið 2019. Hann hækkaði um 29 prósent í launum á milli ára, en laun hans árið 2018 voru 4,8 milljónir króna á mánuði. Arðgreiðslur til hans árið 2018 námu 3,3 milljónum króna.

Fagna aðgerðum í þágu nýsköpunar og nýrra starfa

Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var 21. apríl, var kveðið á um sérstaka áherslu á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi  með 4,4 milljarða króna aukningu fjárframlags. Þannig verður veitt 1,1 milljarði króna í nýsköpunarstjóðinn Kríu. Endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar verða auknar úr 20 prósentum í 25 prósent. Þak á endurgreiðslum er jafnframt hækkað úr 600 milljónum króna í 900 milljónir króna.

Þessum aðgerðum fögnuðu fjórir stjórnendur íslenskra nýsköpunarfyrirtækja í grein í Fréttablaðinu á þriðjudag í síðustu viku. Var Finnur einn höfunda. „Aðgerðir stjórnvalda nú skapa rétta hvata og auka líkurnar á því að hér á landi byggist upp fleiri burðug hugverkafyrirtæki, með tilheyrandi fjölgun starfa og verðmætasköpun,“ skrifuðu stjórnendurnir. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárfesting í fólki, hugviti og þekkingu og öflug virkjun á sköpunarkrafti Íslendinga sem hefur svo oft reynst vel á erfiðum tímum. Aðgerðirnar koma til með að gera íslenska hagkerfið samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi en það sem skiptir þó líklega mestu máli er að hvatarnir sem aðgerðirnar mynda munu leiða til nýrra verkefna á Íslandi, nýrra fyrirtækja, nýrra starfa, aukinnar fjárfestingar og meiri gjaldeyristekna til framtíðar. Það er því bjart fram undan í nýsköpun á Íslandi. Um það erum við sannfærð.“

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, stóð einnig að greininni. Fyrirtækið minnkaði starfshlutfall 165 starfsmanna á Íslandi niður í 50 prósent í apríl í samræmi við hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í frétt RÚV. Starfsemi Össurar fer að miklu leyti fram erlendis og er fyrirtækið ekki lengur í íslensku Kauphöllinni. Arðgreiðsla til hluthafa nam um 1,2 milljörðum króna vegna síðasta árs. Fyrirtækið hefur einnig keypt eigin bréf fyrir 1,3 milljarða króna það sem af er þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár