Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tekjuhæsti forstjórinn með 44-föld lágmarkslaun

Með­al­laun tíu tekju­hæstu for­stjór­anna í Kaup­höll­inni eru um 6,5 millj­ón­ir á mán­uði. For­seti ASÍ seg­ir að rík­is­stuðn­ing­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins eigi ekki að fara í að við­halda of­ur­laun­um for­stjóra.

Tekjuhæsti forstjórinn með 44-föld lágmarkslaun
Kauphöllin Forstjórar fyrirtækjanna í kauphöllinni eru allir með yfir tíföld lágmarkslaun samkvæmt Lífskjarasamningnum. Mynd: mbl/Golli

Allir forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni voru á hærri launum en forseti Íslands í fyrra. Sá tekjulægsti þeirra er á tíföldum lágmarkslaunum, þegar tekið er tillit til hlunninda og lífeyrisgreiðslna. Þetta má lesa úr ársreikningum fyrirtækjanna, sem flestir hafa verið birtir að undanförnu.

Launahæstur forstjóra fyrirtækjanna í Kauphöllinni er Árni Oddur Þórðarson hjá Marel. Laun hans með hlunnindum og lífeyrisgreiðslum nema 14,6 milljónum króna á mánuði. Samkvæmt lífskjarasamningnum voru lágmarkslaun 317 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Þegar tillit er tekið til greiðslna í lífeyrissjóð eru laun Árna Odds því um 44 sinnum hærri en laun einstaklings á lágmarkslaunum. Marel er þó í sérflokki hvað varðar fyrirtækin í Kauphöllinni, enda er stór hluti starfsemi fyrirtækisins erlendis.

Á eftir Árna Oddi koma forstjórar Haga, VÍS, Origo og Festa. Tekjulægsti forstjórinn er Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. Félagið er það nýjasta til að vera skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland og annað af tveimur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu