Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Þriðja stærsta útgerðin FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, er orðin þriðja stærsta útgerð landsins miðað við aflaheimildir. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS.

Kaupfélag Skagfirðinga hóf veiðar á makríl í gegnum útgerðarfélag sitt á grundvelli  reglugerðar sem Jón Bjarnason setti um makrílveiðar árið 2011. Þessar veiðar útgerðar kaupfélagsins, FISK Seafood, leiddu til þess að félagið fékk veiðireynslu á þessari tegund sem skapaði grunninn að kvótaúthlutun á makríl til þess í fyrra. Kvóti FISK Seafood er tæplega 1,7 prósent af makrílkvótanum og er markaðsverð þessa kvóta vel á annan milljarð króna.

Þessi sama útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, á einnig þríðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum sem er önnur af tveimur útgerðum sem ætlar að halda skaðabótakröfu sinni á hendur íslenska ríkinu út af makrílúthlutuninni til fyrirtækisins á árunum 2011 til 2018.  Hin er Huginn ehf. sem Vinnslustöðin á raunar tæpan helming í. Þetta er sama reglugerð og gerði FISK Seafood, og fleiri útgerðum, kleift að hefja makrílveiðar á sínum tíma.  

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði við Stundina í gær að meirihluti stjórnar Vinnslustöðvarinnar væri hlynntur því að  halda skaðabótamálinu gegn ríkinu til streitu og krefjast fundar með forsvarsmönnum ríkistjórnarinnar út af málinu. FISK Seafood á fulltrúa í stjórn Vinnslustöðvarinnar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra. Ekki liggur fyrir hvaða stjórnarmaður, eða stjórnarmenn, það eru hjá Vinnslustöðinni sem eru ekki fylgjandi því að skaðabótamálinu  verði haldið til streitu. 

„Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn“

Þannig má segja að Kaupfélag Skagfirðinga geti hagnast á setningu reglugerðarinnar með tvenns konar hætti. Annars vegar sökum þess að reglugerðin gerði FISK Seafood kleift að hefja makrílveiðar á sínum  tíma og hins vegar vegna þess að FISK  Seafood er stór hluthafi í Vinnslustöðinni og ef útgerðin fær á endanum skaðabætur frá íslenska ríkinu þá hagnast kaupfélagið óbeint á því. 

Markmiðið var að hleypa útgerðum eins og FISK að

Stuðst var við umrædda reglugerð sem ráðherra sjávarútvegsmála endurnýjaði á hverju ári fram til 2018 þar til makríll var kvótasettur í fyrra. Eins og Jón Bjarnason hefur lýst þá var markmiðið með reglugerðinni 2011 meðal annars að hleypa fleiri útgerðum, meðal annars FISK Seafood,  að makrílnum. 

„Við stóðum í miðju efnahagshruni og með þessu vildum við líka efla atvinnu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði hér atvinnuleysi upp á 15 til 20 prósent. Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn og að jafnframt væri gert skilyrði að allur kvótinn færi til manneldis þannig að allur aflinn kæmi hér í land til vinnslu. Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta,“ sagði Jón við Stundina fyrir skömmu. 

„Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta“

Þær útgerðir sem veitt höfðu fiskinn á árunum þar á undan höfðu fyrst og fremst brætt fiskinn í dýrafóður jafnvel þó þrisvar sinnum hærra verð fáist fyrir hann þegar hann er notaður í manneldi. Einungis 5 prósent af makrílnum sem veiddist á Íslandi árið 2007 fór í manneldi. Útgerðirnar sem veiddu makrílinn með þessum hætti eru þær sjö sem stefndu ríkinu. FISK var ekki þar á meðal af því fyrirtækið stundaði ekki þessar veiðar. 

Nú er makrílkvóta úthlutað til útgerða ár hvert  á grundvelli veiðireynslu áranna fram að 2019 og hafa bæði Vinnslustöðin og FISK Seafood ráðstöfunarrétt yfir hluta þess kvóta, Vinnslustöðin er kvótahæsta útgerðin, með 15,6 prósent, og FISK Seafood er með tæpt 1.7 prósent enda   hefur FISK fyrst og fremst verið bolfiskútgerð í gegnum árin. Kvóti VInnslustöðvarinnar er tæplega 14 milljarða króna virði og kvóti FISK er meira en milljarðs króan virði miðað við áætlað söluverð.

Stefnan lögð fram eftir að FISK keypti

Stefna Vinnslustöðvarinnar  í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra.

Vefmiðilinn Kjarninn birti stefnu fyrirtækisins fyrir nokkrum dögum en miðillinn hafði reynt að fá stefnur útgerðanna sjö frá íslenska ríkinu um langt skeið. Eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um stefnufjárhæðirnar í málinu á vef Alþingis fyrr í apríl fékk Kjarninn loks stefnurnar.

Eins  og segir í stefnunni þá hefði Vinnslustöðin átt að fá úthlutaðan kvóta út frá veiðireynslu áranna fyrir 2011 á árunum þar á eftir. Þetta hafi ekki verið gert og í stað þess að fá úthlutað 10,03 prósent makrílkvótans á árunum 2011 til  2018 hafi félagið einungis fengið 8,27 til 8,75 prósent kvótans.

Fyrir þetta vill Vinnslustöði fá 982 milljóna króna skaðabætur.  Óbein hlutdeild FISK Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga í þessari bótakröfu er meira en 300 milljónir króna.

Stefna félagins var lögð fram eftir að FISK Seafood keypti hlutabréfin í Vinnslustöðinni af   félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim, árið 2018. Kaupverðið var 9,4 milljarðar króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár