Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Þriðja stærsta útgerðin FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, er orðin þriðja stærsta útgerð landsins miðað við aflaheimildir. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS.

Kaupfélag Skagfirðinga hóf veiðar á makríl í gegnum útgerðarfélag sitt á grundvelli  reglugerðar sem Jón Bjarnason setti um makrílveiðar árið 2011. Þessar veiðar útgerðar kaupfélagsins, FISK Seafood, leiddu til þess að félagið fékk veiðireynslu á þessari tegund sem skapaði grunninn að kvótaúthlutun á makríl til þess í fyrra. Kvóti FISK Seafood er tæplega 1,7 prósent af makrílkvótanum og er markaðsverð þessa kvóta vel á annan milljarð króna.

Þessi sama útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, á einnig þríðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum sem er önnur af tveimur útgerðum sem ætlar að halda skaðabótakröfu sinni á hendur íslenska ríkinu út af makrílúthlutuninni til fyrirtækisins á árunum 2011 til 2018.  Hin er Huginn ehf. sem Vinnslustöðin á raunar tæpan helming í. Þetta er sama reglugerð og gerði FISK Seafood, og fleiri útgerðum, kleift að hefja makrílveiðar á sínum tíma.  

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði við Stundina í gær að meirihluti stjórnar Vinnslustöðvarinnar væri hlynntur því að  halda skaðabótamálinu gegn ríkinu til streitu og krefjast fundar með forsvarsmönnum ríkistjórnarinnar út af málinu. FISK Seafood á fulltrúa í stjórn Vinnslustöðvarinnar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra. Ekki liggur fyrir hvaða stjórnarmaður, eða stjórnarmenn, það eru hjá Vinnslustöðinni sem eru ekki fylgjandi því að skaðabótamálinu  verði haldið til streitu. 

„Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn“

Þannig má segja að Kaupfélag Skagfirðinga geti hagnast á setningu reglugerðarinnar með tvenns konar hætti. Annars vegar sökum þess að reglugerðin gerði FISK Seafood kleift að hefja makrílveiðar á sínum  tíma og hins vegar vegna þess að FISK  Seafood er stór hluthafi í Vinnslustöðinni og ef útgerðin fær á endanum skaðabætur frá íslenska ríkinu þá hagnast kaupfélagið óbeint á því. 

Markmiðið var að hleypa útgerðum eins og FISK að

Stuðst var við umrædda reglugerð sem ráðherra sjávarútvegsmála endurnýjaði á hverju ári fram til 2018 þar til makríll var kvótasettur í fyrra. Eins og Jón Bjarnason hefur lýst þá var markmiðið með reglugerðinni 2011 meðal annars að hleypa fleiri útgerðum, meðal annars FISK Seafood,  að makrílnum. 

„Við stóðum í miðju efnahagshruni og með þessu vildum við líka efla atvinnu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði hér atvinnuleysi upp á 15 til 20 prósent. Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn og að jafnframt væri gert skilyrði að allur kvótinn færi til manneldis þannig að allur aflinn kæmi hér í land til vinnslu. Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta,“ sagði Jón við Stundina fyrir skömmu. 

„Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta“

Þær útgerðir sem veitt höfðu fiskinn á árunum þar á undan höfðu fyrst og fremst brætt fiskinn í dýrafóður jafnvel þó þrisvar sinnum hærra verð fáist fyrir hann þegar hann er notaður í manneldi. Einungis 5 prósent af makrílnum sem veiddist á Íslandi árið 2007 fór í manneldi. Útgerðirnar sem veiddu makrílinn með þessum hætti eru þær sjö sem stefndu ríkinu. FISK var ekki þar á meðal af því fyrirtækið stundaði ekki þessar veiðar. 

Nú er makrílkvóta úthlutað til útgerða ár hvert  á grundvelli veiðireynslu áranna fram að 2019 og hafa bæði Vinnslustöðin og FISK Seafood ráðstöfunarrétt yfir hluta þess kvóta, Vinnslustöðin er kvótahæsta útgerðin, með 15,6 prósent, og FISK Seafood er með tæpt 1.7 prósent enda   hefur FISK fyrst og fremst verið bolfiskútgerð í gegnum árin. Kvóti VInnslustöðvarinnar er tæplega 14 milljarða króna virði og kvóti FISK er meira en milljarðs króan virði miðað við áætlað söluverð.

Stefnan lögð fram eftir að FISK keypti

Stefna Vinnslustöðvarinnar  í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra.

Vefmiðilinn Kjarninn birti stefnu fyrirtækisins fyrir nokkrum dögum en miðillinn hafði reynt að fá stefnur útgerðanna sjö frá íslenska ríkinu um langt skeið. Eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um stefnufjárhæðirnar í málinu á vef Alþingis fyrr í apríl fékk Kjarninn loks stefnurnar.

Eins  og segir í stefnunni þá hefði Vinnslustöðin átt að fá úthlutaðan kvóta út frá veiðireynslu áranna fyrir 2011 á árunum þar á eftir. Þetta hafi ekki verið gert og í stað þess að fá úthlutað 10,03 prósent makrílkvótans á árunum 2011 til  2018 hafi félagið einungis fengið 8,27 til 8,75 prósent kvótans.

Fyrir þetta vill Vinnslustöði fá 982 milljóna króna skaðabætur.  Óbein hlutdeild FISK Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga í þessari bótakröfu er meira en 300 milljónir króna.

Stefna félagins var lögð fram eftir að FISK Seafood keypti hlutabréfin í Vinnslustöðinni af   félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim, árið 2018. Kaupverðið var 9,4 milljarðar króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár