Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinnslustöðin krefst fundar með Katrínu og Bjarna um milljarðs kröfu sína vegna kvóta

Stjórn út­gerð­ar­fé­lags­ins Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Vest­mann­eyj­um tók ákvörð­un um að krefjast fund­ar með stjórn­völd­um um nið­ur­stöðu í mak­r­íl­mál­inu. Á með­an held­ur út­gerðð­in til streitu tæp­lega millj­arðs króna skaða­bóta­kröfu sinni gegn Ís­lenska rík­inu, seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og einn af hlut­höf­un­um.

Vinnslustöðin krefst fundar með Katrínu og Bjarna um milljarðs kröfu sína vegna kvóta

Vinnslustöðin Í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir fundi með stjórnvöldum til að reyna að ná sáttum um skaðabótakröfu útgerðarfélagsins í makrílmálinu. Þar til annað verður ákveðið mun Vinnslustöðin halda skaðabótakröfu sinni upp á 982 milljónir króna gegn ríkinu til streitu. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Náist ekki sættir við ríkið mun skaðabótamál Vinnslustöðvarinnar verða útkljáð fyrir dómstólum á næstu árum. 

Fimm af sjö útgerðarfélögum sem stefndu ríkinu og kröfðu íslenska ríkið um samtals rúmlega 10 milljarða króna skaðabætur út af makrílúthlutun hafa fallið frá kröfugerð sinni á hendur vegna efnahagsafleiðinga COVID-faraldurssins. Kröfugerðin vakti hörð þverpólitísk viðbrögð og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til dæmis að kvótakerfi Íslendinga væri ekki „náttúrulögmál“ þegar málið kom upp fyrr í apríl og ýjaði að því að hægt væri að breyta kvótakerfinu.

„Orð eru til alls fyrst“

Þó skýringar útgerðarfélaganna fimm um að falla frá skaðabótakröfunum hafi eingöngu lotið að COVID-faraldrinum verður að teljast líklegt að á bak við liggi flóknari skýringar eins og til dæmis þær að fá ekki alla stjórnmálaflokka landsins upp á móti sér, meðal annars formenn ríkisstjórnarflokkanna.

Ekkert svar borist segir Sigurgeir

Vinnslustöðin og Huginn frá Vestmannaeyjum hafa hins vegar sagt að þær ætli að halda skaðabótakröfum sínum til streitu.  

„Ég er búinn að óska eftir fundi með forsætis-, fjármála- og samgönguráðherra,“ segir Sigurgeir Brynjar, sem yfirleitt er kallaður Binni í Vinnslustöðinni, í samtali við Stundina. „Niðurstaða okkar á stjórnarfundi var sú að hætta ekki við þetta að svo stöddu heldur óska eftir fundi með forsvarsmönnum stjórnvalda og fara yfir stöðuna,“ segir hann.

Aðspurður um hvort einhugur hafi verið um málið í stjórn Vinnslustöðvarinnar að fara þessa leið segir Sigurgeir Brynjar að „meirihluti stjórnar“ hafi tekið þessa ákvörðun.

„Við höfum óskað eftir þvi að hitta stjórnvöld en það hefur ekkert svar borist við því“

Hann segir að í þessari ákvörðun felist ekki endanleg niðurstaða stjórnar Vinnslustöðvarinnar um halda skaðabótakröfunni til streitu heldur felst í ákvörðuninni að útgerðin vilji ræða við stjórnvöld á fundi fyrst og sjá svo til hvað setur eftir þann fund.

Sigurgeir Brynjar segir að Vinnslustöðin hafi frá byrjun leitað sátta í málinu en að engin svör hafi komið frá ríkinu. „Við buðum sættir í málinu þegar lagasetningin var gerð á sínum tíma og höfum alltaf boðið sættir. En við höfum aldrei fengið boð um neinar sættir. Orð eru til alls fyrst. Við höfum óskað eftir þvi að hitta stjórnvöld en það hefur ekkert svar borist við því,“ segir Sigurgeir Brynjar. 

Hann segir að ákvörðunin um að höfða málið hafi verið tekin á stjórnarfundi og að hún hafi ekki verið „tekin út í loftið“ og að ákvörðun um að hætta við málið verði sömuleiðis tekin með ígrunduðum hætti ef svo verður.

Kaupfélagið næst stærsti hluthafi VinnslustöðvarinnarKaupfélag Skagirðinga er næststærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í gegnum útgerðararm sinn, FISK Seafood. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS og Bjarni Maronsson er stjórnarformaður.

Kaupfélagið næst stærsti hluthafinn

Vinnslustöðin er í eigu eignarhaldsfélagsins Seilar ehf., útgerðararms Kaupfélags Skagfirðinga FISK Seafood, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og fjölmarga lítilla hluthafa. Seil og FISK Seafood er langstærstu hluthafarnir með 40,89 prósent og 32,88 prósent. 

FISK eignaðist hlutinn í Vinnslustöðinni árið 2018 þegar félagið keypti hlutabréfin af Guðmundi Kristjánssyni sem kenndur er við Brim. Í fyrra keypti Guðmundur svo hlutabréf sem FISK Seafood hafði keypt í Brimi, áður HB Granda, af lífeyrissjóðnum Gildi. FISK Seafood og Guðmundur Kristjánsson hafa því átt í stórum viðskiptum innbyrðis á liðnum árum. Guðmundur og Vestmannaeyingarnir í hluthafahópi Vinnslustöðvarinnar, sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fer fyrir, höfðu átt í áralöngum deilum og málaferlum um stjórn félagsins. Með viðskiptunum við FISK Seafood var skorið á þann hnút sem oftsinnis hafði verið fjallað um í fjölmiðlum.

Kaupfélag Skagfirðinga, í gegnum FISK Seafood, mun því njóta góðs af því með óbeinum hætti í gegnum hlutabréfaeign sína í Vinnslustöðinni ef svo fer á endanum að útgerðin í Eyjum fær skaðabætur frá íslenska ríkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár