Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór fékk óvænta spurningu um Samherja: „Það er óhætt að svara því bara“

Spurn­ing um lán­veit­ing­ar Sam­herja til kaupa Ey­þórs Arn­alds á hlut í Morg­un­blað­inu kom flatt upp á borg­ar­full­trú­ann á Face­book-streymi. Stór hluti láns­ins hef­ur ver­ið af­skrif­að­ur.

Streymi Varðar á Facebook Spurningin virtist koma Eyþóri og Jórunni Pálu á óvart.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist búinn að gera grein fyrir félagi sínu sem fékk 225 milljón króna kúlulán frá útgerðarfyrirtækinu Samherja til kaupa á hlut hans í Morgunblaðinu, lán sem að stórum hluta hefur verið afskrifað.

Eyþór og Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi sátu í dag fyrir svörum á streymi á Facebook síðu Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Fyrsta spurningin á streyminu barst frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, varaforseta Ungra jafnaðarmanna: „Til Eyþórs: Hefurðu hugsað þér að skila 225 milljónunum sem þú fékkst frá Samherja, eða a.m.k. skýra frekar út fyrir kjósendum í hvaða tilgangi fyrirtækið veitti þér þessa fyrirgreiðslu?“

Jórunn Pála byrjaði að lesa upp spurninguna. „Á ég að lesa það? Þetta er frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni til Eyþórs. Hefurðu hugsað þér að... já... má ég sjá... þetta er eitthvað varðandi Samherja.“

Hætti hún þar með að lesa spurninguna. „Það er óhætt að svara því bara,“ sagði Eyþór. „Það er í sérstöku félagi sem er búið að gera grein fyrir.“

Eignarhaldsfélag Eyþórs sem á hlutabréf í Morgunblaðinu er á endanum fjármagnað af Kýpurfélagi Samherja, Esju Seafood, sem er miðpunkturinn í mútugreiðslum og fjármagnsflutningum Samherjasamstæðunnar erlendis, sem Stundin hefur greint frá ásamt RÚV, Wikileaks og Al Jazeera. Eyþór fékk 225 milljón króna kúlulán frá Samherja fyrir kaupum á hlutnum sem að miklu leyti hefur verið afskrifað.

Eyþóri hefur ítrekað verið boðið að svara spurningum Stundarinnar um málið, en hann hefur ekki orðið við því.

„Síðan er mjög mikilvægt að við séum öll við sama borð í sjálfu sér“

Í svarinu á streyminu bætti hann því við að Reykjavíkurborg væri að innleiða nýjar reglur um fjárhagslega skráningu borgarfulltrúa. Í fjárhagslegri skráningu sinni hefur Eyþór skráð hlut sinn í Morgunblaðinu, en ekkert varðandi lánveitingarnar frá Samherja. „Við höfðum forystu um það að embættismenn sem taka ákvarðanir, æðstu embættismenn, geri grein fyrir sínum hagsmunum,“ sagði hann á streyminu. „Það hefur ekki verið áður og nú stendur það til boða fyrir embættismenn, það er valkvætt. Við borgarfulltrúar höfum gert grein fyrir okkar fjárhagslegu hagsmunum og vonumst til að embættismenn geri það líka. Síðan er mjög mikilvægt að við séum öll við sama borð í sjálfu sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár