Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
Einkahagsmunir teknir fram yfir þjóðarhag Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, breytti út af vananum við úthlutun aflaheimilda í makríl þegar hann var ráðherra og vildi að minni útgerðir án veiðireynslu gætu einnig veitt makríl. Hæstiréttur taldi þetta ólöglmætt og gagnrýndi Jón dómstólinn fyrir að taka einkahagsmuni fram yfir þjóðarhag. Mynd: Pressphotos

Makrílkvóti útgerðanna sjö sem stefnt hafa íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki fengið úthlutað nægilega miklum makrílkvóta á árunum 2011 til 2018 er rúmlega 50 milljarða króna virði. Þetta er mat byggir á áætluðu söluverðmæti makrílkvóta þeirra á markaði þar sem kílóverðið á slíkum kvóta er 700 krónur.

Þessum rúmlega 50 milljarða króna kvóta fengu útgerðirnar úthlutað á grundvelli veiðireynslu, og án endurgjalds, þegar þessi fisktegund var kvótasett í fyrra. Kvótasetningin byggði á veiðireynslu síðustu 10 ára.

Stundin fjallaði um kvótaúthlutun og verðmæti aflaheimilda á makríl í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt mati blaðsins er veðmæti makrílkvóta fjórtán stærstu útgerðanna sem veiða þessa fisktegund um 90 milljarðar króna.

Umræddar sjö útgerðir vilja hins vegar fá skaðabætur upp á 10,2 milljarða króna vegna þess að þær telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði í kvótaúthlutununum á makríl á árunum 2011 til 2018, áður en makríllinn var kvótasettur endanlega. Hæsta skaðabótakrafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, útgerðarfélagi Guðbjargar Matthíasdóttur, upp á tæplega 3,9 milljarða króna. 

Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um upphæðir kröfugerða útgerðanna var birt á vef Alþingis nú um páskana. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, beindi fyririspurn til hans um skaðabótakröfurnar í janúar. Kjarninn greindi fyrst frá svari Kristjáns Þórs eftir að það var birt en vefmiðillinn hefur án árangurs reynt að fá stefnur útgerðanna gegn ríkinu afhentar. 

Rúmlega 60 milljarða gæði frá ríkinu

Á þessum árum, 2011 til 2018, var makríl úthlutað á grundvelli reglugerðar frá sjávarútvegsráðherra. Skaðabótakröfur útgerðanna byggja á hæstaréttardómum sem féllu í árslok 2018 þar sem fallist var á málatilbúnað tveggja af útgerðunum sjö, Ísfélags Vestmannaeyja og Hugins sem einnig er staðsett í Eyjum.  

Hæstiréttur snéri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum en hann hafði dæmt íslenska ríkinu í hag í maí 2017. 

„Þetta er gjörsamlega siðlaust.“

Samtals nemur virði makrílkvótans sem umræddar sjö útgerðir ráða yfir, og umræddar skaðabótakröfur, rúmlega 60 milljörðum króna. Útgerðirnar hafa svo auðvitað hagnast vel á makrílveiðum síðastliðin 10 ár. Enda hafa veiðar á þessarri fisktegund verið ein af ástæðunum fyrir ótrúlegum hagnaði margra íslenskra útgerða síðastlliðin áratug. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
FréttirMakríldómsmál

Kaup­fé­lag­ið fékk mak­ríl­kvóta vegna reglu­gerð­ar Jóns og á út­gerð sem krefst skaða­bóta út af sömu reglu­gerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár