Arðgreiðslur frá Bláa lóninu ehf. til fyrirtækis athafnakonunnar Ágústu Johnson, Bogmannsins ehf., nema samtals 329 milljónum króna á árunum 2012 til 2019. Á þessum tíma var hagnaður Bogmannsins ehf. tæplega 530 milljónir króna. Bláa lónið er eitt af þeim fyrirtækjum sem hvað fyrst tilkynnti að það ætlaði að nýta sér svokallaða hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar nú í mars. Félag Ágústu á 2,4 prósenta hlut í Bláa lóninu.
Hlutabótaleiðin var lögfest til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum vegna COVID-faraldursins sem nú geisar. Bláa lónið sparar sér að minnsta kosti um 200 milljónir króna á mánuði í launakostnað til 400 starfsmanna með því að nýta sér þetta tímabundna úrræði í stað þess að segja starfsmönnum sínum upp eða ganga á eigið fé sitt.
Guðlaugur Þór átti hlutinn á móti Ágústu
Fyrirtækið Bogmaðurinn var áður einnig í eigu …
Athugasemdir