Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég hugsa að það verði svaka partí þegar þetta er búið“

Hjón­in Daði Freyr Pét­urs­son og Ár­ný Fjóla Ásmunds­dótt­ir voru kom­in á fullt í Eurovisi­on und­ir­bún­ingi þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn reið yf­ir. Keppn­inni var af­lýst og þau hreiðra nú um sig í Berlín með eins árs dótt­ur sinni, sem lag­ið „Think About Things“ var sam­ið til. Daði reyn­ir að koma sér í gír­inn að semja meiri tónlist og seg­ir líf­ið flókn­ara nú en þeg­ar eng­inn var að hlusta.

„Ég hugsa að það verði svaka partí þegar þetta er búið“
Daði Freyr og Árný Hjónin segjast vera í forréttindastöðu að geta unnið áfram heima hjá sér í faraldrinum.

Hvernig hafið þið það í þessu ástandi? Hvað eruð þið að gera ykkur til dundurs?

Daði: Maður er aðeins að verða brjálaður.

Árný: Ég er eldhress. Allir hressir.

Daði: Ég er með músíkstúdíóið mitt heima svo ég get svolítið verið þar.

Árný: Og ég er enn þá í fæðingarorlofi, þannig að þetta er ekki að breyta neitt svakalega miklu.

Daði: Við gerum það sama á daginn og við gerðum áður, en það er ekki hægt að hitta fólk fyrir utan það.

Hvað er Áróra orðin gömul?

Daði: Hún er alveg að verða eins árs.

Árný: Henni finnst mjög gott að fara út, það er munur á henni þegar hún fer út.

Daði: En hún er líka „people person“ svo hún hefur alveg gaman af því að hitta mismunandi fólk. Núna er hún bara með okkur.

Árný: Við erum dugleg að vídeóspjalla við fólk heima, ömmurnar og afana.

Daði: …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár