„Hamingjan í mínum huga er það að vera sáttur við sjálfan sig og líf sitt,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
„Svo er til eitthvað sem heitir hamingjustundir þar sem fólk kannski upplifir sig vera í góðu flæði við lífið. Þegar maður er í flæði með lífinu þá upplifir maður það til dæmis í samskiptum við fólk, náttúruna eða í verkefnum í vinnunni eða í sköpunarferli þannig að það er hamingjutilfinning sem ég held að flestir þekki þegar þeir upplifa að hann/hún sé rétt manneskja á réttum stað á réttum tíma. Hamingjan snýst að mínu mati fyrst og fremst um að vera sáttur.“
„Maður þarf að læra að það sé eðlilegur hluti af ferlinu að falla eða brotna, að leyfa sér að þjást“
Margir upplifa ýmiss konar áföll og þá þarf fólk að gera ýmislegt til að finna hamingjuna á ný. „Ég held að það …
Athugasemdir