Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Halla Oddný og Einar Falur ræða ljósmyndun og myndlist

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Að þessu sinni ræð­ir Halla Odd­ný Magnús­dótt­ir fjöl­miðla­kona við Ein­ar Fal Ing­ólfs­son ljós­mynd­ara um ljós­mynd­un og mynd­list í tengsl­um við sýn­ing­una Af­rit sem nú stend­ur yf­ir í Gerð­arsafni. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Stundin mun á næstu vikum senda út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Viðburðirnir verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan samkomubanni stendur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hægt verður að sjá viðburðina á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Meðal þeirra sem koma fram í viðburðaröðinni eru Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Gerður Kristný skáld,  Jógvan, Matti Matt, Vignir Snær, Ragna Fróðadóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Þorgrímur Þráinsson, Elín Björk Jónasdóttir, Einar Falur, Kordo kvartettinn og Hrönn Egilsdóttir.

Að þessu sinni mun Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari ræða um ljósmyndun og myndlist í tengslum við sýninguna Afrit sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt og á fyrrgreindum Facebook-síðum ásamt forsíðu Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Halla Oddný Magnúsdóttir fjölmiðlakona spjallar við Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara um sýninguna Afrit í Gerðarsafni. Nú þegar ekki er hægt að fara á sýninguna Afrit í Gerðarsafni, gefst fólki færi á að upplifa sýninguna heima í stofu. 

Á sýningunni Afrit eru verk eftir myndlistarmennina Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Bjarka Bragason, ClaudiuHausfeld, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Katrínu Elvarsdóttur, Pétur Thomsen og Þórdísi Jóhannesdóttur. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. 

Einar Falur hefur sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti í gegnum tíðina og munu hann og Halla Oddný ræða um listformið eins og það birtist á sýningunni í Gerðarsafni.

Einar Falur hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun við hina ýmsu skóla og haldið fyrirlestra víða um heim. Þá var hann lengi myndstjóri Morgunblaðsins og hefur nú umsjón með menningarumfjöllun blaðsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kúltúr klukkan 13

GerðarStundin klukkan 13: Mósaík úr matvælum
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Mósaík úr mat­væl­um

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur þriðja Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár