Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni segist ekki vilja spá hvort hallinn verði 200 milljarðar

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir frum­varp um tíma­bundn­ar greiðsl­ur launa fólks í sótt­kví verða stórt skref. Trygg­inga­gjald­ið verði einnig skoð­að og svig­rúm fjár­mála­fyr­ir­tækja vegna greiðslu hús­næð­is­lána.

Bjarni segist ekki vilja spá hvort hallinn verði 200 milljarðar
Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki spá fyrir um hver fjárlagahallinn verður. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að halli ríkissjóðs muni fara vel yfir 100 milljarða króna í ár, jafnvel 200 milljarða, þó hann vilji ekki spá fyrir um það. Þetta kom fram í máli hans í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði Bjarna hvað stjórnvöld hyggðust gera til að verja fólk í þeirri efnahagslegu dýfu sem framundan er vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. Bjarni svaraði því að frumvarp þess efnis að ríkið greiði laun fólks í sóttkví sé til umræðu í dag og að í því verði mikill stuðningur fólginn.

„Við vitum af vandanum, við höfum hafist handa og við ætlum að huga að öllum þessum þáttum sem hér eru dregnir fram,“ sagði Bjarni. Hann sagði að í fyrsta lagi yrði hugað að atvinnuörygginu og því að fjármálamarkaðurinn veiti svigrúm fólks þegar kemur að hlutum eins og greiðslu húsnæðislána. Þá verði einnig litið til námslána. „Við erum ekki að gera ráð fyrir því að hér verði sambærilegt verðbólguskot og menn þekkja frá fyrri tímum, en það eru svo miklir óvissutímar að það er ekki got um það að spá,“ sagði hann.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna einnig hvort vænta mætti þess að tryggingagjald yrði fellt niður út árið og hvort fyrirtæki mættu vænta beins efnahagslegs stuðnings við að halda fólki í vinnu út sumarið. Loks spurði hann hvaða áform væru uppi um stuðning við einyrkja sem eru í vinnu hjá sjálfum sér.

Bjarni sagði rétt að ríkisstjórnir nágrannalanda hafi gripið til aðgerða og það hafi að einhverju leyti verið gert á Íslandi einnig. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að fella tryggingagjaldið niður, en gjaldið sé til skoðunar. Nú þegar hafi verið frestað innheimtu þess. Hins vegar megi sú leið sín lítils við hliðina á annarri leið, sem er sú að ríkið taki fólk á sína launaskrá samkvæmt frumvarpinu sem rætt verður í dag, en það muni bæði styðja við fyritæki, launafólk og einyrkja.

Sigmundur Davíð spurði þá í framhaldinu hvað ríkisstjórnin hyggðist gera til að styðja við heilbrigðiskerfið og hverju stæði til að loka. Líklegt sé að smit hafi borist í marga skóla og margir foreldrar þurfi að vera heima með börn sín. „Við erum að skima meira en margar aðrar þjóðir eru að gera til að hafa réttar upplýsingar um hversu útbreitt smitið hefur orðið,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að framhalds- og háskólar væru þegar í fjarkennslu og í framhaldinu mundi ráðast hvað yrði gert varðandi fyrri skólastigin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu