Eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum í Færeyjum geta mögulega synt til Íslands og upp í ár hér á landi. Í fyrra veiddist einn eldislax í íslenskri á sem talið er líklegt að hafi komist hingað til lands úr sjókvíaeldi í Færeyjum. Þetta segir Guðni Guðbergsson, sviðstjóri ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknarstofnun.
Um mánaðamótin febrúar/mars áttu sér stað skakkaföll í rekstri stærsta laxeldisfyrirtækis Færeyja, Bakkafrosts, þegar fyrirtækið glataði eða tapaði (e. lost) einni milljón eldislaxa, eins og fyrirtækið orðaði það sjálft í fréttatilkynningu á ensku á sunnudaginn, í stormi sem skók eyjarnar. Stormurinn olli „skemmdum á kvíum“ fyrirtækisins eins og Bakkafrost orðaði það.
Bakkafrost er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og þarf fyrirtækið að sýna mikið gagnsæi í upplýsingagjöf sökum þessa. Ársreikningur Bakkafrosts fyrir 2019 verður gerður opinber í dag.
Í fréttum um málið í Færeyjum var sagt að Bakkafrost hefði „misst“ laxana og að „stór hluti af fiskinum hafi dáið“. Alþjóðlegar …
Athugasemdir