Tæplega 129 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði á síðustu vikum. Samtals er um að ræða fiska sem vega 774 tonn og er meðalþyngd laxanna því um 6 kíló. Upplýsingarnar um umfang laxadauðans koma fram í svörum frá Matvælastofnun, opinberri eftirlitsstofnun sem hefur eftirlit með laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Þetta er rúmlega 200 tonnum meira af dauðum eldislaxi en samkvæmt síðustu upplýsingum frá Matvælastofnun um umfang laxadauðans frá því 20. febrúar. „Í dag hafa alls um 774 tonn verið fjarlægð úr kvíum Arnarlax við Hringsdal og unnið til meltu frá því að björgunaraðgerðir hófust um mánaðamótin jan./feb. sl. (128.900 fiskar),“ segir í svarinu frá Matvælastofnun.
Ástæða laxadauðans í kvíum Arnarlax eru þrengsli í þeim, þar sem fiskurinn var kominn í sláturstærð og tók því meira pláss en ella, og lágur sjávarhiti. Þettta tvennt …
Athugasemdir