Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði

Mikll laxa­dauði hef­ur ver­ið í kví­um Arn­ar­lax í Arnar­firði vegna erfiðra að­stæðna síð­ustu vik­urn­ar. Gísli Jóns­son hjá Mat­væla­stofn­un seg­ir að­stæð­urn­ar ein­stak­ar. Nóta­skip feng­ið frá Eyj­um til að dæla dauð­um eld­islaxi úr kví­um Arn­ar­lax.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði
100 tonn af dauðum laxi Um 100 tonn af dauðum eldislaxi eru í kvíum Arnarlax í Arnarfirði. Myndin sýnir eldisví en tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Nótaskipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum er nú notað til að hreinsa sjókvíar laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði af dauðum eldislaxi.  4.000 tonn af laxi er í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Um er að ræða á að giska 100 tonn af dauðum laxi samkvæmt samkvæmt Gísla Jónssyni, yfirmanni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem fylgst hefur með hverju skrefi Arnarlax á síðustu dögum vegna erfiðra aðstæðna sem komið hafa upp í rekstri fyrirtækisins í Arnarfirði. 

Mikll laxadauði hefur verið í kvíunum upp á síðkastið og safnast dauður eldislax sem kominn er í sláturstærð, 6 til 9 kíló, fyrir á botni kvíanna. Hefur verið brugðið á það ráð að fá skipið frá Vestmannaeyjum til að hreinsa kvíarnar af dauða laxinum.  

Óheillaþróun en gott samráðGísli segir að þróunin hjá Arnarlaxi hafi verið slæm vegna ýmis konar aðstæðna en að gott samráð sé milli Matvælastofnunar og fyrirtækisins.

„Með því versta“ á Vestfjörðum

Gísli Jónsson segir að mikið og gott samráð hafi verið á milli Arnarlax og Matvælastofnunar í málinu. „Við erum búnir að fylgjast mjög vel með þróun mála. Þetta hefur verið smá óheillaþróun og það hefur margt lagst á eitt að skapa erfiðar aðstæður. Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun. Við höfum lagt blessun okkar yfir það að fá skip til að hreinsa upp dauðan fisk. Þetta er aðallega ein kví þar sem er dauður fiskur. Þetta mun létta á þeirri kví,“ segir Gísli þegar hann er spurður um aðkomu Matvælastofnunar að því að fá Sighvat Bjarnason til að hreinsa upp dauða eldislaxinn úr kvíunum. 

Gísli segir að laxadauðinn sé með því versta sem hann hafi orðið vitni að á Vestfjörðum eftir að Arnarlax hóf starfsemi þar. „Þá er best að fá bara öflugt skip til að dæla fiskinum upp á meðan hann er sem ferskastur til að hægt sé að nýta hann,“ segir Gísli.

Tekið skal fram, til að forðast misskilning, að dauði eldislaxinn sem er plokkaður upp úr kvíunum er nýttur í fiskimjöl og annað slíkt en ekki til manneldis.

Gísli skýtur á að um sé að ræða um það bil 100 tonn af eldislaxi sem hafi drepist.  „Ég held að það borgi sig ekkert að vera að skjóta á hvað þetta er mikið en líklega eru þetta um 100 tonn. Þetta er spíralll sem er fljótur að vinda upp á sig. Þessi rekstur má ekki við svona veðri,“ segir hann. 

Gísli talar um að samráð Matvælastofnunar hafi aukist mikið eftir að nýr forstjóri tók við forstjórastarfinu hjá Arnarlaxi. „Það er mjög gott samráð á milli okkar og Arnarlax. Nýi forstjórinn Björn Hemre hringir jafnvel oft á dag og þeir vilja hafa allt á hreinu sín megin. Þau eiga allt hrós skilið,“ segir Gísli. 

Hjálpar til með dauða eldislaxinnSkipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum hjálpar til við að losa dauða laxinn úr eldiskvíunum í Arnarfirði.

Nótnaskipið Sighvatur BjarnasonSkipið sem hreinsar upp dauða eldislaxinn sést hér á mynd frá Marine Traffic fyrir utan Bíldudal.

Framkvæmdastjórinn vill ekki tjá sig

Á heimasíðum þar sem fylgjast má með umferð skipa sést að Sighvatur Bjarnason, sem er í eigu útgerðarinnar Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, er staðsettur upp í harða landi í Arnarfirði.

Aðspurður um hvort Huginn hafi leigt skipið til Arnarlax til að hreinsa dauðan lax upp úr eldiskvíum segir Páll Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri að hann tjái sig ekki um málið. „Ég hef ekkert með þetta að gera. Ég svara þessu bara ekki,“ segir Páll í símasamtali. Sighvatur Bjarnason veiðir að öllu jöfnu loðnu og síld í nót en það eru slík skip sem stundum eru notuð til að hreinsa eldiskvíar af dauðum fiskum. 

Stundin hefur heimildir fyrir því að ferðir Sighvats Bjarnasonar, sem sigldi frá Eyjum til Vestfjarða, hafi helst ekki átt að fara hátt. 

Mogginn: Mikill laxadauði

Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að mikill laxadauði hefði átt sér stað í kvíunum í Arnarfirði vegna erfiðra aðstæðna, kulda og óveðurs. Blaðið sagði slátrunin hafa legið niðri þó fiskurinn væri kominn í eldisstærð.

Áðurnefndur Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, sagði þá að sláturfiskur hefði hlaðist upp án þess að hægt væri að gera eitthvað í því. „Við höf­um séð að það hef­ur stefnt í óefni út af því að það hef­ur hlaðist upp slát­ur­lax,“ sagði hann í samtali við blaðið. 

Gísli lýsti því svo hvernig sambland af kulda og vondu veðri getur skapað skilyrði sem erfitt er við að eiga fyrir laxeldisfyrirtækin þannig að bakteríur byrji að grassera í eldiskvíunum sem auka og hraða laxadauðanum. „Síðan við þess­ar aðstæður, þegar hiti í sjó er kom­inn niður í tvær og hálfa gráðu vill fisk­ur­inn oft færa sig niður og þegar þess­ar óveðurs­lægðir eru svona djúp­ar þá eru straum­köst­in al­veg gíf­ur­leg. Við þess­ar aðstæður er lít­ill hluti fisks­ins sem nudd­ar sér við nót­ina og það er nóg til þess að bakt­erí­ur og ákveðnir sýkl­ar sem valda sár­um kom­ist í fisk­inn. Það get­ur leitt til dauða á ein­hverj­um vik­um,“ sagði Gísli við Morgunblaðið. 

Dælingin á dauða laxinum úr eldiskvíunum er svo næsta skrefið í þeirri óheillaþróun sem Gísli lýsti þarna. 

Ekki náðist í Björn Hemre, forstjóra Arnarlax, fyrir birtingu fréttarinnar þar sem hann var á fundi.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti eigandi Arnarlax, segir að laxadauðinn sé svipaður og hjá fyrirtækinu í fyrra. „Mér virðist þetta vera svipað og í fyrra en er þó heldur fyrr á ferðinni,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár