Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Upp­gjör Arn­ar­lax á fyrsta árs­fjórð­ungi varð fyr­ir nei­kvæð­um áhrif­um vegna laxa­dauða. Eig­andi Salm­ar bók­fær­ir verð­mæti Arn­ar­lax mörg­um millj­örð­um hærra en norska fé­lag­ið greiddi fyr­ir það. Ekk­ert af þessu fé fer í rík­iskass­ann.

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda
Mikill laxadauði Mikill laxadauði var hjá Arnarlaxi á fyrsta ársfjórðungi. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax.

Mikill laxadauði var hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna vetrarkulda. Þetta kemur fram í uppgjöri móðurfélags Arnarlax, Salmar AS sem er norskur laxeldisrisi, fyrir fyrsta ársfjórðungs þessa árs sem gert var opinbert í dag. Í kynningu um árshlutauppgjörið segir að rekstarafkoma Arnarlax hafi minnkað um 5 milljónir norskra króna, rúmlega 70 milljónir króna, vegna þessa.

Eins og segir í kynningunni: „Há dánartíðni vegna vetrarsára hafði neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna og var kostnaður vegna þessa 5 milljónir norskra króna.“ Þá lækkuðu framleidd tonn af eldislaxi hjá Arnarlaxi úr 2600 tonnum og niður í 2100 tonn miðað við uppgjör félagsins fyrir sama tíma í fyrra. Tekjur Arnarlax minnkuðu sömuleiðis úr 140 milljónum norskra króna á sama tíma í fyrra og niður í 133 milljónir.

Laxadauði vegna vetrar- og sjávarkulda við Íslandsstrendur hefur löngum verið landlægt vandamál í íslensku laxeldi og er einn helsta ástæðan fyrir því að aldrei hefur tekist að byggja upp laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Þrátt fyrir laxdauðann eru forsvarsmenn Salmar samt bjartsýnir í garð fjárfestingar í Arnarlaxi.

Hagnaður Salmar-samstæðunnar nam rúmum 10 milljörðum króna en tekjurnar á tímabilinu voru tæplega 42 milljarðar. 

Kaupa Arnarlax á undirverði

Eitt af því sem vekur athygli við uppgjörið er að fyrirtækið bókfærir hagnað upp á tæplega 226 milljónir norskra króna, rúmlega 3 milljarða króna, vegna uppkaupa á hlutabréfum í Arnarlaxi. Þessi hagnaður skýrist af því  að forsvarsmenn Salmar meta það sem svo að verðið sem félagið greiddi fyrir Arnarlax hafi verið undirverð miðað við möguleika fyrirtækisins á markaðnum og að fjárfestingin í Arnarlaxi sé í raun verðmætari en kaupverðið bendi til.

Eins og Stundin hefur greint frá greiða íslensk laxeldisfyrirtæki nær ekkert fyrir leyfi til að framleiða eldislax við Íslandsstrendur, sem þó má klárlega líta á sem náttúruauðlind. Í Noregi ganga þessi leyfi kaupum og sölum á háu verði eins og Stundin hefur fjallað um. 

 „Fyrir Salmar er fjárfesting félagsins í Arnarlaxi eðlilegur og mikilvægur hluti af vaxtarstrategíu félagsins, líkt og aflandsfiskeldi“

Fjárfest í framtíðinni en í fortíðinni á Íslandi

Eitt sem er merkilegt við uppgjör fyrirtækisins er að þar reynir félagið að réttlæta af hverju það sé rökrétt og eðlilegt að Salmar fjárfesti í nýrri tækni í sjókvíaeldi sem mun gera sjóakvíaeldi við strendur úrelt og barn síns tíma á sama tíma og félagið fjárfestir í einmitt nákvæmlega þannig sjóakvíaeldi á Íslandi. Salmar birtir í uppgjörinu myndir af aflandslaxeldiskvíum sem verið er að þróa til að hafa langt út á sjó með tilheyrandi minnkandi umhverfisáhrifum en á sama tíma eru einmitt slík umhverfisáhrif undirliggjandi á Íslandi, meðal annars fyrir villta laxastofna og lífríki fjarða þar sem laxeldi er stundað. 

Orðrétt segir um þetta í uppgjörinu: „Fyrir Salmar er fjárfesting félagsins í Arnarlaxi eðlilegur og mikilvægur hluti af vaxtarstrategíu félagsins, líkt og aflandsfiskeldi. Samstæðan hefur mikla trú á bæði Arnarlaxi og fiskeldi á Íslandi almennt séð.  Á sama tíma gerir Salmar ráð fyrir því að það muni taka langan tíma áður en Arnarlax nær sama árangri og náðst hefur í starfseminni í Noregi og Skotlandi.“ 

Salmar stefnir þannig að því, meðal annars, að nota hagnaðinn af sjókvíaeldi sínu á eldislaxi, sem fyrirtækið virðist vita að sé framleiðsluaðferð fortíðarinnar, til að þróa framleiðsluaðferðir sem eru umhverfisvænni og óumdeildari en sjókvíaeldi nálægt strandlengjunni á Íslandi,  eins og í Arnarfirði og Tálknafirði. 

Í kynningunni kemur jafnframt fram að þrátt fyrir laxadauðann í ár stefni Arnarlax ennþá á að ná að framleiða 10 þúsund tonn af eldislaxi á þessu ári líkt og ráðgert hefur verið. 

FramtíðinSalmar virðist meta það sem svo að framtíð fiskeldis felist í aflandseldi eins og þessum kvíum sem hér sjást. Úr ársfjórðungsuppgjöri félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár