Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Konur og börn dvöldu ríflega 8.000 daga í Kvennaathvarfinu

Börn sem dvöldu í at­hvarf­inu allt frá því að vera að­eins nokk­urra daga göm­ul. Kon­um sem fara aft­ur heim til of­beld­is­manns eft­ir dvöl í at­hvarf­inu fer fækk­andi með ár­un­um.

Konur og börn dvöldu ríflega 8.000 daga í Kvennaathvarfinu
Mikill fjöldi 244 konur og börn dvöldu í Kvennaatharfinu á síðasta ári. Mynd: Shutterstock

Alls dvöldu konur og börn í 8.228 daga í Kvennaathvarfinu á síðasta ári. 144 konur dvöldu samtals í 4.326 daga í athvarfinu og 100 börn dvöldu í 3.902 daga í Kvennaathvarfinu á síðasta ári, allt frá einum degi og upp í 236 daga í senn. Að meðaltali dvöldu 23 íbúar í athvarfinu dag hvern, 12 konur og 11 börn að meðaltali. Konurnar dvöldu að meðaltali í 30 daga í athvarfinu en börn að meðaltali í 39 daga. Yfir helmingur kvennanna sem leituðu til Kvennaathvarfsins á síðasta ári kváðust hafa óttast um líf sitt á einum eða öðrum tíma í sambandi sínu með ofbeldismanni.

Þetta kemur fram í tölum sem Kvennaathvarfið sendi frá sér um starfsemi síðasta árs. Auk kvennanna sem komu til dvalar í athvarfinu komu 294 konur í viðtöl þar, samtals í 545 viðtöl. Þá hittu ráðgjafar Kvennaathvarfsins 214 konur í viðtölum í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Tölurnar sem um ræðir eru ívið hærri en tölur fyrir árið 2018, en þá dvöldu 136 konur og 70 börn í Kvennaathvarfinu um lengri eða skemmri tíma.

Konur á aldrinum 18 til 81 árs

Konurnar sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári voru á aldrinum 18 til 81 árs en börnin voru allt frá því að vera nokkurra daga gömul og upp í 16 ára. Flestar konurnar nefndu andlegt ofbeldi sem ástæðu komu, 93 prósent, en flestar konurnar nefndu þó fleiri en eina ástæðu. Næst flestar nefndu líkamlegt ofbeldi, 60 prósent, 48 prósent nefndu fjárhagslegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi nefndu 37 prósent. Þá nefndu 35 prósent kvennanna ofbeldi gegn börnum sem ástæðu komu og hafa þær aldrei verið fleiri. Í samtölum við konurnar kom fram að alls búi 349 börn á ofbeldisheimilunum sem þær komu frá. 26 prósent kvennanna sögðu að þeim hefði verið hótað lífláti, því sem næst sama hlutfall og árið áður. Raunar má segja að um litlar breytingar á hlutfallstölum milli ára sé að ræða. Fjórðungur sagði að þær hefðu verið teknar kyrkingataki og fimmtungur hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi, á meðan að 16 prósent þeirra höfðu orðið fyrir áreiti af hálfu eltihrella.

Yfir helmingur kvennanna óttast um líf sitt

Yfir helmingur kvennanna sagði frá því að þær hefðu einhvern tíma hlotið líkamlega áverka í sambandi sínu og 12 prósent þeirra báru áverka þegar þær komu fyrst í athvarfið, 23 prósent þeirra sem komu þangað til dvalar og 6 prósent þeirra sem komu í viðtöl. 54 prósent kvennanna sögðust hafa óttast um líf sitt í sambandinu og 42 prósent sögðu lögreglu hafa komið á vettvang ofbeldisins í eitt eða fleiri skipti. Fimmán prósent kvennanna höfðu kært ofbeldi til lögreglu. Meirihluti málanna, 60 prósent, var enn í vinnslu en dómur hafði fallið í 5 prósent málanna á meðan að 16 prósent kærðra mála höfðu verið felld niður.

„Þess vegna er alltaf allt troðfullt hjá okkur, það koma ekki mikið fleiri konur en var en þær fara bara mun síðar“

Sigþrúður GuðmundsdóttirSegir konur dvelja lengur í Kvennaathvarfinu en áður var.

Fimmtán prósent kvennanna fóru aftur heim til ofbeldismannsins að lokinni dvöl í atvharfinu, samanborið við 14 prósent árið 2018. Þá hafði það hlutfall aldrei verið lægra. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi vel hafi það hlutfall verið miklu hærri og almennt sé það hærra í viðlíka athvörfum erlendis. „Hæst reis þetta hlutfall hjá okkur árið 2008 en þá mátti ætla að hátt í helmingur kvennanna sem komu til dvalar hjá okkur færi aftur heim til ofbeldismanns. Ég held að ástæðuna fyrir því að konur fari síður heim til ofbeldisamnns nú en áður var megi fyrst og fremst rekja til innanhússákvörðunar hjá okkur um að konur hefðu heimild til að dvelja hér lengur en áður var. Þess vegna er alltaf allt troðfullt hjá okkur, það koma ekki mikið fleiri konur en var en þær fara bara mun síðar. Þær eru hjá okkur yfir þann tíma sem að þær eru að taka ákvörðun um að fara, en sú ákvörðun getur verið erfið og flókin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár