Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir í morg­un að vinnu við bygg­ingu hót­els í Vest­ur­bæn­um grun­að­ir um skjalafals. Níu aðr­ir starfs­menn gátu ekki gert grein fyr­ir sér og voru leidd­ir af vinnu­stað til að hafa uppi á per­sónu­skil­ríkj­um.

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Fyrr í morgun voru átta starfsmenn handteknir, en þeir eru grunaðir um skjalafals og að starfa á Íslandi án atvinnuleyfis. Stór sameiginleg aðgerð sem greint var frá fyrr í dag var gerð að frumkvæði lögreglu.

Erill var í Vesturbænum í Reykjavík fyrir hádegi þegar stórt lið lögreglu, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar stöðvaði störf í Héðinshúsinu þar sem CenterHotels vinnur að byggingu hótels. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu hafi borist ábending um hugsanlegt skjalafals þar sem hópur þriðja ríkis borgara, frá löndum utan EES-svæðisins, hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum og væru því að vinna án atvinnuleyfis.

Átta voru handteknir í aðgerðinni, en níu öðrum var fylgt heim þar sem þeir voru ekki með skilríki á sér. Skúli segir að þeir hafi allir fengið að snúa aftur að vinnu eftir að hafa sýnt fram á gild skilríki.

Málið er enn í rannsókn og þessir átta einstaklingar eru í haldi lögreglu. Skúli sagðist ekki geta upplýst meira um stöðu málsins vegna rannsóknarhagsmuna.

Ekki er ljóst hvort um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða eða hvort málið tengist handtöku sem fór fram 12. september síðastliðinn í sama húsnæði þar sem borgarar frá ríkjum utan EES-svæðsins voru að störfum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár