Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hver verður ríkislögreglustjóri?

Vin­sæld­ir, átök og sögu­leg­ar skír­skot­an­ir eru í bak­grunni um­sækj­enda um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra.

Hver verður ríkislögreglustjóri?
Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra Grímur Grímsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Logi Kjartansson, Kristín Jóhannesdóttir, Páll Winkel og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Arnar Ágústsson stýrimann.

Umsækjendur fyrir stöðu æðsta yfirmanns lögreglumála landsins, ríkislögreglustjóra, hafa nú verið birtar opinberlega. 

Haraldur Johannessen hætti sem ríkislögreglustjóri, eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann. Hann hlaut 57 milljóna króna starfslokasamning sem fól í sér takmörkuð verkefni.

Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í stöðuna til fimm ára. Ríkislögreglustjóri fer með æðsta yfirvald löggæslumála og almannavarna í umboði ráðherra, lögum samkvæmt. Ríkislögreglustjóri er meðal annars yfirmaður sérsveitarinnar, greiningardeildar, alþjóðadeildar, fjarskiptamiðstöðvar og almannavarna.

Meðal umsækjenda eru fangelsismálastjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sem vakti mikla athygli í starfi.

Umsækjendur um stöðu ríkislögreglustjóra

Arnar Ágústsson   

Titlaður 1. stýrimaður í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins en sagður öryggisvörður í umfjöllun Vísis.is um umsóknir um stöðu ríkislögreglustjóra.

Grímur Grímsson

Fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og nú tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur er ekki með lögfræðimenntun, eins og gerð krafa er um í lögum, en mun láta reyna á hvort viðskiptafræðimennun sé „sambærileg menntun“. Hann er menntaður viðskipta­fræðing­ur og með meist­ara­próf í end­ur­skoðun og reikn­ings­skil­um og hefur meðal annars stýrt rannsóknum á efnahagsbrotum. Vegna þess var Grímur nafngreindur sérstaklega af athafnamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sagður „óheiðarlegur“ í opnu bréfi hans í Fréttablaðinu, sem þá var í eigu eiginkonu hans. Síðar var Grímur meðal annars kjörinn maður ársins hjá Bylgjunni og Vísi.is eftir framgöngu sína í rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur árið 2018. Grímur er fæddur 2. september 1961 og er því 58 ára.

Halla Bergþóra Björnsdóttir

Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Hún var skipuð lögreglustjóri af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014. Vann sveitastörf í æsku og starfaði við Alþýðublaðið og Pressuna til skamms tíma. Lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, hlaut  lögmannsréttindi við héraðsdóm 1998 og lauk meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Hefur starfað hjá sýslumannsembættum í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmis verkefni. Sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og loks lögreglustjóri á Norðurlandi eystra frá ársbyrjun 2015. Fædd 16. júlí 1969 og er því fimmtug. 

Kristín Jóhannesdóttir

Einna þekktust fyrir að hafa verið í lykilhlutverki í viðskiptaveldi Baugsfjölskyldunnar, sem hefur sögulega skírskotun til embættis Ríkislögreglustjóra. Baugur var lengi rannsakaður af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu svokallaða, sem fjölskyldan fullyrti að ætti sér pólitískar rætur, en það atvikaðist á sama tímabili og háttsettir menn innan Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu sinni við viðskiptaveldið, meðal annars vegna aðkomu þess að fjölmiðlum sem flokksmönnum þótti mörgum hverjum of gagnrýnir í garð flokksins. Rúmlega fimmtán ár eru síðan Kristín var á skrifstofu Ríkislögreglustjóra í yfirheyrslum með réttarstöðu sakbornings vegna Baugsmálsins, en skýrslurnar voru í kjölfarið birtar. Kristín var ekki dæmd í málinu. Kristín lagði stund á réttarsálfræði í framhaldsnámi sínu. Þess ber að geta að annar núverandi aðstoðarmanna dómsmálaráðherra er fyrrverandi stjórnarformaður Baugs. Fædd 9. mars 1963 og því 56 ára.

Logi Kjartansson   

Fyrrverandi lögfræðingur á stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra til skamms, með próf frá Lögregluskóla ríkisins og kláraði lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 2007. Hefur meðal annars sérhæft sig í peningaþvætti. Þannig hefur hann meðal annars haldið námskeið fyrir starfsfólk lífeyrissjóða um varnir gegn peningaþvætti. Hefur sótt um stöðu héraðsdómara. Fæddur 6. ágúst 1975 og því 44 ára.

Páll Winkel

Fangelsismálastjóri frá árinu 2007  og fyrrverandi lögreglumaður. Var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands lög­reglu­manna í tvö ár. Starfaði sem lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins 2001 til 2005. Lauk námi frá laga­deild Há­skóla Íslands árið 2000. Var á lista Smartlandsins á Morgunblaðinu yfir „10 heitustu piparsveina landsins“ árið 2015, en hvarf af þeim lista við að trúlofast Mörtu Maríu Jónsdóttur, ritstjóra Smartlandsins, í kjölfarið. Fæddur 10. júlí 1974 og er því 46 ára.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu. Skipuð af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra í kjölfar þess að Stefán Eiríksson sagði upp störfum vegna þrýstings í tenglsum við lekamálið svokallaða. Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, aðstoðarríkislögreglustjóri um tíma og áður sýslumaður á Ísafirði. Menntaður lögfræðingur og fyrsta konan til að gegna starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hefur meðal annars beint kröftum að markvissum aðgerðum gegn heimilisofbeldi. Fædd 10. júlí 1969 og því fimmtug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár