Sá viðburður sem hafði mest áhrif á líf mitt átti sér stað þegar ég var á fyrsta misserinu mínu í kvikmyndafræði í tækniskóla í Bandaríkjunum. Eitt af fyrstu námskeiðunum fjallaði um listrænt gildi sjálfstæðra kvikmynda og var kennt af Judy Switzer sem var sérfræðingur í kvikmyndum Kubricks, en hún var djörf, hávær og frábær kennari. Við horfðum á ýmsar evrópskar framúrstefnustuttmyndir og einn daginn sýndi hún okkur Triumph of the Will eftir Leni Riefenstahl, sem er … listræn á sinn máta. En hún er einnig áróðsmynd nasista.
Myndin var ógnvekjandi, falleg, framsækin og gífurlega öflug. Sem áróðursmynd var hún mjög áhrifamikil. Þegar við horfum á hana með þá vitneskju sem við höfum í dag um afleiðingar sögunnar, þá er þetta sárgrætilegt, en hún hefur verið gífurlega stórt tækifæri fyrir þennan kvenleikstjóra. Að því sögðu hef ég aldrei getað tekið það í sátt að hún hafi tekið því.
Þaðan fór ég í kvikmyndaskóla og lærði kvikmyndagerð til að reyna að skilja sjónarhorn listamanns, en það svaraði ekki þeim spurningum sem höfðu vaknað innra með mér. Þaðan leiddi leið mín að meistaragráðu hér á Íslandi, og nú er ég í doktorsnámi að sérhæfa mig í hneykslunarkvikmyndum, sem lætur sig varða greiningartólin sem við notum til að staðfesta eða vísa á bug fallegu, kraftmiklu og hættulegu kvikmyndunum sem við getum skapað.
Athugasemdir