Tilberinn var afhentur í fjórða skiptið í afmælis- og nýárspartíi Nýlistasafnsins 4. janúar síðastliðinn. Málarinn Hulda Vilhjálmsdóttir hlaut verðlaunin fyrir störf sín síðustu tvo áratugi í þágu myndlistar, en hún hefur verið ein af afkastamestu myndlistarmönnum landsins.
Tilberinn er veittur þeim sem hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar. Hulda er fyrsti listamaðurinn sem fær verðlaunin fyrir listsköpun en ekki önnur störf í þágu myndlistarinnar.
Dýpt og næmni
Hulda útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2000, en hún var í fyrsta árganginum sem fékk þá gráðu. Dómnefndin sem veitti verðlaunin segir að frá því hafi hún unnið af ákafa og einurð. „Hún hefur helgað sig málaralistinni og þannig náð að þróa einstakt persónulegt myndmál og …
Athugasemdir