Afríkuútgerð Samherja, Katla Seafood, átti að greiða rúmlega 30 milljóna króna skattaskuld þingmanns í Marokkó sem selt hafði Samherjafélaginu kvóta árið 2008. Ástæðan var sú að Afríkuútgerð Samherja gat ekki fengið aðgang að og veitt umræddan kvóta, 7.000 tonn, fyrr en eftir að búið var að gera upp skattaskuld þingmannsins, Cheikh Amar, við ríkisvaldið í Marokkó. Viðskiptin sýna hvernig Samherji tók þátt í viðskiptum með aflaheimildir í Marokkó sem virðast einkennast af pólitískri spillingu þar sem einstaklingum í valdastöðum í samfélaginu var úthlutað fiskveiðikvótum sem Samherji keypti svo af þeim.
Þetta kemur fram í bréfi frá Aðalsteini Helgasyni, framkvæmdastjóra Kötlu Seafood, til Ahmed Mouknass, umboðsmanns í kvótamálum í Marokkó, þar sem hann segir frá samkomulagi á milli Kötlu Seafood og Cheik Amar um greiðslu skattanna. Cheikh Amar stýrði kvótagrúppunni Dak Group, safni nokkurra fyrirtækja sem höfðu …
Athugasemdir