Fjórða iðnbyltingin hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum. Hugtakið nær til þeirra tæknibreytinga sem eru að ryðja sér til rúms með hjálp nýjustu tækni á sviði sjálfvirknivæðingar, róbóta, hlutanetsins (e. internet of things), gervigreindar og sjálfkeyrandi bíla svo eitthvað sé nefnt. Rétt eins og þær iðnbyltingar sem á undan komu þá má ætla að breytingarnar sem munu fylgja þessari nýju tækni eigi eftir að hafa geigvænleg áhrif á samfélög okkar. Vélmenni eru þegar farin að leysa mörg mannanna verk af hendi og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Sæm dæmi má nefna að stórfyrirtækið Amazon tók fimmtíu þúsund róbóta í sína þjónustu árið 2017, eða tvöfalt fleiri en árið á undan. Ætla má að tuttugu prósent þeirra starfa sem innt eru af hendi innan Amazon séu nú í höndum róbóta í stað manna.
En þetta er aðeins byrjunin. Hagstofa …
Athugasemdir