Stjórn Samherja hf. á Íslandi kom ekki að því að ákveða og skipuleggja að greiða mútur frá erlendum dóttur- og hlutdeildarfélögum útgerðarfyrirtækisins til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta sem útgerð í eigu félagsins fékk í Namibíu á árunum 2012 til 2018.
Þetta kemur fram í svörum frá Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja og talsmanni stjórnar félagsins, við spurningu Stundarinnar um aðkomu stjórnar Samherja að því að ákveða og skipuleggja mútugreiðslurnar í Namibíu sem greint var frá í Stundinni, Kveik og hjá Al-Jazeera, á grundvelli gagna frá Wikileaks, fyrir skömmu.
Svörin bárust í tölvupósti frá Margréti Ólafsdóttur, ritara forstjóra Samherja, og kom fram í svörunum frá Samherja að Björgólfur Jóhannsson væri að veita svörin sem talsmaður Samherja og stjórnar félagsins. Björgólfur fæst hins vegar ekki til að útskýra svör sín og til hvers …
Athugasemdir