Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu

„Ég var bú­inn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ seg­ir Sig­ur­steinn Ingvars­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja. Hann seg­ist ekki hafa vit­að af mútu­greiðsl­um fyrr en mál­ið var til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðl­um.

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu
Vissi ekki um múturnar Sigursteinn Ingvarsson segist ekki hafa vitað að mútugreiðslurnar ættu sér stað hjá Samherja. Mynd: samherji.is

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, Sigursteinn Ingvarsson, vissi ekki að fyrirtækið hefði greitt mörg hundruð milljónir króna í mútur í Namibíu til að komast yfir hestamakrílskvóta. „Nei,“ segir Sigursteinn þegar hann er spurður að því hvort hann hafi vitað um mútugreiðslurnar. Hann segist fyrst hafa séð upplýsingar um mútugreiðslurnar í fjölmiðlum.

Sigursteinn hætti sem fjármálastjóri árið 2016 eftir að hafa starfað hjá Samherja  í 14 ár. Sigursteinn var meðal annars notandi (norska: disponent), hafði  formleg réttindi til að millifæra og stýra bankareikningi Kýpurfélagsins Esju Seafood í norska DNB bankanum, samkvæmt upplýsingum úr Samherjaskjölunum sem Stundin hefur unnið fréttir upp úr í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera.

Sigursteinn segir aðspurður að hann hafi ekki vitað að hann hefði haft leyfi til að millifæra fé af reikningum Esju Seafood. „Nei. Ok, ég vissi það ekki. Þetta kemur mér verulega á óvart. Ég þekki þetta ekki.“

Þetta félag Samherja á Kýpur greiddi hálfan milljarð í mútur til félagsins Tundavala Investments í Dubaí. Sigursteinn vissi þetta ekki segir hann en greiðslurnar til Tundavala hófust áður en hann hætti hjá Samherja. 

Treysti samstarfsfólki

Sigursteinn vill að svo komnu máli ekki svara því hvernig honum varð um að sjá þessar upplýsingar í fjölmiðlum. „Ég ætla nú bara að bíða og sjá hvað rannsóknir leiða í ljós. Ég held að ég ætli ekkert að tjá mig um þetta fyrr.“

Blaðamaður: „En þú varst fjármálastjóri félagsins?“

„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum úti í heimi“

Sigursteinn: „Já, en það eru 130 félög í samstæðunni og ég treysti bara þeim uppgjörum sem komu frá endurskoðendum í hverju landi, og að þeir fjármálastjórar sem væru að vinna í þessum löndum úti, og allan heim, væru að vinna vinnuna sína.“

Blaðamaður: „Þú sást aldrei neinar heimildir sem bentu til þess að þessar greiðslur hefðu átt sér stað?“

Sigursteinn: „Nei, ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum úti í heimi. Ég fylgdist bara með því uppgjörin væru endurskoðuð. Ég var ekki að velta því fyrir mér hvert greiðslurnar fóru í hverju landi fyrir sig. Einungis endurskoðuð uppgjör fengu að fara inn í samstæðu Samherja. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór samstæða. Ég fylgdist með rekstrinum en ekki einstaka peningafærslum.“

Tekið skal fram að ekkert í Samherjaskjölunum sýnir fram á eða bendir til að Sigursteinn hafi komið að því að skipuleggja þessar mútugreiðslur. Engir tölvupóstar, skjöl eða önnur gögn sýna fram á aðkomu hans að mútunum. Hann var hins vegar fjármálastjóri samstæðu Samherja og einn hæstsetti stjórnandi félagsins.

Veit ekki hversu margir vissu um múturnar

Þegar Sigursteinn er spurður að því hversu margir innan Samherja hafi vitað um mútugreiðslurnar að hans mati, fyrst hann sem fjármálastjóri vissi ekki  um þær svarar hann: „Ég bara þekki það ekki.“

Blaðamaður: „Þetta var aldrei rætt á neinum vettvangi?“

Sigursteinn: „Auðvitað var rætt um þessi félög og farið yfir reksturinn almennt, en daglegur rekstur er bara í viðkomandi landi […] En eins og ég segi þá finnst mér bara eðlilegt á þessari stundu að málið verði rannsakað. Ég tjái mig kannski meira um þetta eftir það.“

Að lokum segist hann eiga erfitt með að trúa því að þetta hafi gerst: „Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár