Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við HÍ og fyrrverandi formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir yfirlýsingu Samherja um að fyrirtækið hafi ráðið lögmannsstofuna Wikborg Rein til að framkvæma rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku hljóma undarlega. Hann segir flest benda til að hlutverk lögmannsstofunnar sé öllu heldur að gæta hagsmuna Samherja og leita leiða til að verja fyrirtækið í yfirvofandi rannsóknum yfirvalda og hugsanlegum dómsmálum.
Samherji sendi frá sér yfirlýsingu að kvöldi 11. nóvember síðastliðinn, um sólarhring áður en Kveikur og Stundin, í samstarfi við Wikileaks og Al Jazeera, flettu hulunni af mútugreiðslum fyrirtækisins og spillingu í tengslum við úthlutun makrílkvóta í Namibíu. Þar var tiltekið að fyrirtækið hefði orðið þess áskynja að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu, hefði lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Samherja. „Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni …
Athugasemdir