Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Namib­ísk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki töp­uðu kvóta til Sam­herja. Það olli því að fyr­ir­tæk­in neydd­ust til að draga sam­an í starf­semi sinni og segja upp fólki. Þús­und­ir fjöl­skyldna misstu með því lífs­við­ur­væri sitt.

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu
Tamson á Íslandi Tamson „Fitty“ Hatuikulipi var einn helsti samverkamaður Samherja þegar kom að því að fá úthlutað hestamakrílkvóta í Namibíu. Hann fékk að minnsta kosti 350 milljónir króna greiddar í mútur á árunum 2012 til 2018 frá Samherja. Hér sést hann í snjósleðaferð í boði Samherja, í Eyjafirði, ásamt Sacky Shangala, sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær vegna Samherjamálsins, og James Hakuikulipi, stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fischor.

Fyrirtæki í sjávarútvegi í Namibíu hafa á undanförnum árum misst frá sér fiskveiðikvóta upp á þúsundir tonna. Afleiðingin er sú að fyrirtækin hafa neyðst til að draga úr starfsemi sinni, sem aftur hefur valdið því að mikill fjöldi fólks hefur misst vinnuna og þar með hafa þúsundir fjölskyldna misst lífsviðurværi sitt, að því er namibískir fjölmiðlar fullyrða. Á sama tíma fékk Samherji úthlutað hestamakrílkvóta og hefur veitt um 500 þúsund tonn af fiskinum við strendur Namibíu. Verðmæti aflans nemur á milli 50 og 55 milljörðum íslenskum króna á tímabilinu 2012 til 2019. Ekkert af þeim afla kom á land í Namibíu.

Í umfjöllun Kveiks síðastliðinn þriðjudag var fjallað um þá staðreynd að veiðar Samherja skildu sáralítið eftir sig í Namibíu. Samherji stundaði enga landvinnslu í Namibíu og þar af leiðandi skapaði fyrirtækið engin störf. Í götublaðinu Namibian Sun er bent á þessi tengsl við samdrátt í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna og töpuð störf, líkt og Kveikur hafði áður gert. Þar er fyrirtækið Namsov sérstaklega nefnt til sögunnar. Í gögnum sem Stundin hefur unnið með í samstarfi við Kveik, Wikileaks og Al Jazeera má sjá að Samherji leit á Namsov sem sinn helsta keppinaut þegar fyrrnefnda fyrirtækið var að reyna að ná fótfestu í Namibíu árið 2012. Í minnisblaði sem er tekið saman 2. febrúar um það sem kallað er Namibíu verkefnið er þetta staðfest.

Í minnisblaðinu kemur þannig fram að Namsov sé leiðandi fyrirtæki í hestamakrílveiðum við Namibíu, og er fyrirtækið raunar sagt hafa haft algjöra einokun á markaðnum og í iðnaðnum, ásamt fyrirtækinu Erongo. „Það sem ógnar okkar mest hér eru keppinautar í hestamakríl (Oceana og Namsov) sem að hafa verið hér lengi, hafa sambönd í Namibíu og hafa markaðssbönd í DRC. Ekki má gleyma því að pólítkin gæti snúist gegn okkur seinna meir,“ segir í minnisblaðinu.

Samherji hóf hestamakrílveiðar við strendur Namibíu í febrúar 2012. Í minnisblaðinu eru listaðir upp aðilar sem Samherjamenn hafi náð tengslum við í landinu. Þar er eigu Tamson „Fitty“ Hatuikulipi efstur á blaði. „Tengdasonur ráðherrans og okkar tengill við hann. Hefur reynst mjög vel og hafa skilaboð farið á milli ráðherrans og Kötlu,“ segir í minnisblaðinu. Raunin var sú að Samherji hafði þegar innt af hendi mútugreiðslur til Tamson þegar minnisblaðið var skrifað. Félög Samherja greiddu aðilum í Namibíu mútur frá upphafi árs 2012 og í það minnsta fram í janúar á þessu ári.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár