UN Women á Íslandi vísa ummælum sem höfð voru eftir Herði H. Helgasyni, formanni Íslandsdeildar Amnesty International í gær, á bug.
Sagði hann í samtali við Stundina að UN Women væru ekki aðeins hlynnt afléttingu refsinga vegna vændis heldur vildu ganga lengra og viðurkenna iðjuna sem atvinnugrein. Þessu hafna UN Women á Íslandi en í yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að þau hafi aldrei tekið yfirlýsta afstöðu um afglæpavæðingu vændis. Formaður Amnesty sé að vísa til umræðu um minnisblað sem fór í dreifingu fyrir tveimur árum þar sem fram komi „skilgreiningar í tengslum við ákveðna fyrirspurn“.
Athugasemdir