Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Davíð vill að forsetaembættið beiti sér gegn þöggun og „umræðubanni“

Dav­íð Odds­son er stolt­ur af for­tíð sinni og vill að for­set­inn hjálpi Ís­lend­ing­um að rækta garð­inn sinn í stað þess að reyna að bjarga heim­in­um. „For­set­inn get­ur til dæm­is stöðv­að það að um­ræðu­bann sé í land­inu um til­tekna þætti,“ sagði hann við opn­un kosn­inga­skrif­stofu sinn­ar í dag.

Davíð vill að forsetaembættið beiti sér gegn þöggun og „umræðubanni“

Davíð Oddsson vill að forsetinn horfi heim og hugi að andlegum innviðum íslenskrar þjóðar. Þetta kom fram í framboðsræðu hans við opnun kosningaskrifstofu sinnar á Grensásvegi á sjötta tímanum, en Morgunblaðið sýndi frá fundinum í beinni útsendingu á Mbl.is, mest lesnu vefsíðu landsins.

Davíð er ritstjóri Morgunblaðsins en tók sér sumarleyfi vegna forsetaframboðs síns. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu sem gerð var dagana 10. til 13. maí ætla tæplega 15 prósent landsmanna að kjósa Davíð Oddsson. Þetta er minna en fjórðungur þess fylgis sem frambjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson nýtur samkvæmt skoðanakönnunum Maskínu og Fréttablaðsins. 

Davíð sló á létta strengi í framboðsræðu sinni og uppskar mikinn hlátur stuðningsmanna sinna. Hann svaraði gagnrýnisröddum, hæddist að pólitískum andstæðingum og vísaði því á bug að hann hefði starfað sem ritstjóri Morgunblaðsins í því skyni að endurskrifa söguna. 

Davíð Oddsson og Gústaf Níelsson
Davíð Oddsson og Gústaf Níelsson Vel fór á með Davíð og Gústaf Níelssyni, sagnfræðingi sem Framsókn og flugvallarvinir gerðu frægan um árið.

Barnabarnið ánægt með grein Hannesar

„Ég er stoltur af minni fortíð,“ sagði Davíð og velti fyrir sér orðum Guðna Th. Jóhanessonar forsetaframbjóðanda um að hann væri umdeildasti stjórnmálamaður á Íslandi. „Hvernig skyldi það nú vera mælt? Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ sagði Davíð og bætti því við að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra hefðu aldrei skorað hátt í „vinsældafegurðarsamkeppni í landinu“. Ef litið væri á fylgistölur kæmi í ljós að hann sjálfur hefði iðulega notið meiri vinsælda en þau. „Ég veit ekki betur en að ég hafi alltaf fengið miklu fleiri atkvæði en þetta fólk.“

„Ég veit ekki betur en að ég hafi alltaf fengið miklu fleiri atkvæði en þetta fólk.“

Davíð fór ljúfum orðum um umfjöllun Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, stjórnmálafræðiprófessors, um sig og vitnaði í barnabarn sitt sem hafði litist vel á greinina. Þá hæddist hann að þeim sem gagnrýndu skrifin. „Usual suspects urðu alveg arfavitlausir eins og vaninn er, missa sig alltaf þegar ég er nefndur.“

Kampakátur
Kampakátur Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari og vinur Davíðs til margra áratuga, lét sig ekki vanta. Hann var hýr á brá.

Umræða um uppgang múslima

Davíð sagðist vilja horfa heim og huga að innviðum Íslands, ekki síst hinum andlega þætti. „Forsetinn getur til dæmis stöðvað það að umræðubann sé í landinu um tiltekna þætti. Hann getur stöðvað þöggun, hann getur verið í fararbroddi þess að hvetja til umræðu,“ sagði Davíð.

Hann útskýrði ekki hvað hann meinti en orðin kallast þó á við ummæli sem Davíð lét falla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar lýsti hann áhyggjum sínum af því sem þáttastjórnandi Bylgjunnar kallaði „uppgang múslima í Evrópu“ og sagði að forsetinn ætti „ekki að leyfa mönnum að banna umræðu“. Fullyrti hann að víða í Skandinavíu væru hverfi sem lögreglan færi ekki inn í nema í rútubílum, fylktu liði.

Davíð sagðist ekki vilja að þannig færi til dæmis fyrir Selfossi.

„Útlendingar, flóttafólk á bágt – margt af því – og við eigum að reyna að veita þeim lið, en við verðum að gera það af skynsemi,“ sagði Davíð sem margsinnis hefur beint spjótum sínum að flóttamönnum og útlendingum í leiðaraskrifum Morgunblaðsins undanfarin ár.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár