Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill ekki uppboð á viðbótarkvóta: „Inngrip“ í kvótakerfið sem myndi trufla mikilvæga vinnu

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar, er mót­fall­inn því að við­bót­arkvóti verði boð­inn út, enda myndi slíkt fela í sér „inn­grip“ í kvóta­kerf­ið. Við­reisn tal­aði ein­dreg­ið fyr­ir upp­boði afla­heim­ilda og „kerf­is­breyt­ing­um“ í að­drag­anda kosn­inga.

Vill ekki uppboð á viðbótarkvóta: „Inngrip“ í kvótakerfið sem myndi trufla mikilvæga vinnu

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vill ekki að setja viðbótarkvóta á uppboð ef gerð verður tillaga um viðbótarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst í september. Þetta kom fram í umræðum undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Telur Hanna Katrín að slíkt „inngrip“ í aflahlutdeildarkerfið geti haft neikvæð áhrif á vinnu þverpólitískrar nefndar um stjórn fiskveiða. Uppboð aflaheimilda var eitt af helstu kosningaloforðum Viðreisnar í aðdraganda síðustu kosninga.

Þyrfti að hefjast handa strax

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á það í umræðunum að með því að bjóða út viðbótarkvóta og verja tekjunum til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins gæti Viðreisn slegið tvær flugur í einu höggi og efnt kosningaloforð flokksins um uppboð aflaheimilda og eflingu heilbrigðiskerfisins að hluta.

„Ef tillaga verður gerð um viðbótarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst í september þarf að hefjast handa strax við að undirbúa útboð ef ekki á bara að skipta viðbótinni milli kvótaeigenda,“ sagði Oddný og innti Hönnu Katrínu eftir afstöðu sinni til málsins, hvort sem viðbótarkvótinn yrði lagður til á næsta fiskveiðiári eða á öðrum tíma kjörtímabilsins.  

Vill frekar „prófa nýjan stofn“

Hanna sagði að sér þættu markmið Oddnýjar góð og nálgunin áhugaverð. Hins vegar teldi hún að það færi betur á því að „prófa nýjan stofn ef við færum þessa leið þegar hann kemur inn í íslenska lögsögu“.

„Ég óttast að þessi inngrip í þetta aflahlutdeildarkerfi gæti haft neikvæð áhrif á þá vinnu sem er að fara í gang í þessum töluðu orðum og ég bind svo miklar væntingar við,“ sagði hún og vísaði þar til þverpólitískrar nefndar um sjávarútvegsmál sem sjávarútvegsráðherra hyggst setja á fót. 

Þá sagðist Hanna Katrín ætlast til þess að málin yrðu rædd af miklum krafti og hreinskilni. „Það liggur fyrir að verkefni okkar er að skila tillögum að því hvernig skuli staðið að breytingum á greiðslufyrirkomulagi fyrir afnot af þjóðarauðlindum okkar inn í, til og með, heilbrigðiskerfið. Ég trúi því að sú vinna skili niðurstöðum sem hafi langtímahagsmuni í huga. Ég nýt þess að vera fulltrúi Viðreisnar í nefndinni. Ég hlakka til vinnunnar. Ég mun í anda Viðreisnar halda þar á lofti sjónarmiðum um útboðsleiðina.“ 

Engin uppboðsleið í stjórnarsáttmála

Viðreisn er sá flokkur sem talaði einna harðast fyrir uppboðsleið og „kerfisbreytingum“ í sjávarútvegi fyrir síðustu þingkosningar. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum. Í stjórnarsáttmála  ríkisstjórnarinnar eru engin fyrirheit gefin um að veiðiheimildir verði boðnar upp á kjörtímabilinu.

Í stjórnarsáttmálanum segir: „Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár